Enski boltinn

Mikilvægur sigur hjá Blackburn

Blackburn reif sig aðeins frá liðunum í fallsætum ensku úrvalsdeildarinnar í kvöld er liðið vann afar mikilvægan heimasigur á Sunderland, 2-0.

David Hoilett kom Blackburn yfir á 57. mínútu og Yakubu gulltryggði sigurinn fimm mínútum fyrir leikslok.

Blackburn er sem fyrr í sextánda sæti úrvalsdeildarinnar en er nú sex stigum frá fallsæti.

Staðan í ensku úrvalsdeildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×