Enski boltinn

Ferguson vill fá meiri hraða í lið Man Utd | umboðsmaður Berbatov tjáir sig

Hinn 31 árs gamli framherji Dimitar Berbatov skoraði 20 mörk á síðasta tímabili fyrir Englandsmeistaralið Manchester United.
Hinn 31 árs gamli framherji Dimitar Berbatov skoraði 20 mörk á síðasta tímabili fyrir Englandsmeistaralið Manchester United. Getty Images / Nordic Photos
Hinn 31 árs gamli framherji Dimitar Berbatov skoraði 20 mörk á síðasta tímabili fyrir Englandsmeistaralið Manchester United. Búlgarinn hefur þrátt fyrir það ekki náð að festa sig í sessi í byrjunarliði Man Utd og er hann á förum frá liðinu í sumar. Umboðsmaður Berbatov segir að Sir Alex Ferguson ætli sér að breyta um leikstíl hjá Man Utd á næstu árum og Berbatov hafi ekki passað inn í þau plön.

Ástæðan er einföld, Berbatov skortir þann hraða sem þarf að mati Ferguson.

Á þessari leiktíð hefur Berbatov skorað 9 mörk í 19 leikjum. Emil Danchev umboðsmaður Berbatov tjáir sig um málið í viðtali við dagblað í Búlgaríu. „Ég átti þrjá fundir með Alex Ferguson.

Hann ætlar sér að byggja upp lið á næstu þremur til fjórum árum. Við verðum að sætta okkur við það að Berbatov er ekki í inn í þeim plönum. Ferguson ætlar sér að byggja upp nýtt lið sem er með meiri hraða en áður. Mér fannst gott að fá þessa hlið á málinu og það er líka gott að félagið ætlar ekki að standa í vegi fyrir því að hann fái að fara frá félaginu. Það eru allar líkur á því að Berbatov fari frá Englandi og eru lið á Spáni, Þýskalandi og í Frakklandi sem hafa áhuga á að fá hann í sínar raðir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×