Chelsea komið í undanúrslit enska bikarsins | Torres gerði tvö mörk Stefán Árni Pálsson skrifar 18. mars 2012 13:45 Mynd/Nordic Photos/Getty Chelsea flaug sannfærandi áfram í undanúrslit ensku bikarkeppninnar þegar þeir unnu Leicester, 5-2, í 8-liða úrslitum keppninnar. Fernando Torres gerði tvö mörk í leiknum og lagði upp tvö önnur mörk sem verður að teljast frétt dagsins í knattspyrnuheiminum. Chelsea var sterkari aðilinn í fyrri hálfleiknum og réðu ferðinni alveg frá fyrstu mínútu. Gary Cahill kom heimamönnum yfir á 12. mínutu leiksins með fínu marki en leikmaðurinn fagnaði með því að lyfta upp bolnum og sýndi það viðeigandi skilaboð. Á bolnum stóð „Pray 4 Muamba" eða biðjið fyrir Muamba. Fabrice Muamba, leikmaður Bolton, fékk hjartaáfall í miðjum leik gegn Tottenham í gær og er fótboltaheimurinn allur að hugsa til leikmannsins. Salomon Kalou skoraði annað mark Chelsea nokkrum mínútum síðar og staðan því orðin 2-0. Fátt annað markvert gerðist í fyrri hálfleiknum og var staðan því óbreytt í hálfleik. Stórmerkileg tíðindi gerðust eftir rúmlega tuttugu mínútna leik í síðari hálfleik þegar Fernando Torres, leikmaður Chelsea, skoraði þriðja mark liðsins. Torres hafði ekki skorað mark fyrir þá bláu í 150 daga eða frá 19. október 2011. Það liðu 1541 leikmínútur á milli marka hjá Torres, vonandi þurfa aðdáendur Chelsea ekki að bíða svo lengi eftir því næsta. Þegar um korter var eftir af leiknum bitu leikmenn Leicester frá sér þegar Jermaine Beckford minnkaði muninn fyrir gestina. Fernando Torres var síðan aftur á ferðinni fimm mínútum fyrir leikslok þegar hann skallaði boltann í netið. Aðeins liðu því 17 mínútur á milli þessara marka. Rétt fyrir leikslok skoraði Ben Marshall frábært mark fyrir Leicester en Chelsea svaraði um hæl og Raul Meireles skoraði fimmta mark liðsins eftir magnaðan undirbúning frá Fernando Torres. Leiknum lauk því með 5-2 sigri Chelsea. Flottur sigur hjá heimamönnum en það verður að segjast að varnarleikur liðsins er enn að stríða leikmönnum liðsins og Leicester hefði hæglega getað skorað fleiri mörk í leiknum. Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Fleiri fréttir Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Wirtz strax kominn á hættusvæði Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Á að reka umboðsmanninn á stundinni Sjá meira
Chelsea flaug sannfærandi áfram í undanúrslit ensku bikarkeppninnar þegar þeir unnu Leicester, 5-2, í 8-liða úrslitum keppninnar. Fernando Torres gerði tvö mörk í leiknum og lagði upp tvö önnur mörk sem verður að teljast frétt dagsins í knattspyrnuheiminum. Chelsea var sterkari aðilinn í fyrri hálfleiknum og réðu ferðinni alveg frá fyrstu mínútu. Gary Cahill kom heimamönnum yfir á 12. mínutu leiksins með fínu marki en leikmaðurinn fagnaði með því að lyfta upp bolnum og sýndi það viðeigandi skilaboð. Á bolnum stóð „Pray 4 Muamba" eða biðjið fyrir Muamba. Fabrice Muamba, leikmaður Bolton, fékk hjartaáfall í miðjum leik gegn Tottenham í gær og er fótboltaheimurinn allur að hugsa til leikmannsins. Salomon Kalou skoraði annað mark Chelsea nokkrum mínútum síðar og staðan því orðin 2-0. Fátt annað markvert gerðist í fyrri hálfleiknum og var staðan því óbreytt í hálfleik. Stórmerkileg tíðindi gerðust eftir rúmlega tuttugu mínútna leik í síðari hálfleik þegar Fernando Torres, leikmaður Chelsea, skoraði þriðja mark liðsins. Torres hafði ekki skorað mark fyrir þá bláu í 150 daga eða frá 19. október 2011. Það liðu 1541 leikmínútur á milli marka hjá Torres, vonandi þurfa aðdáendur Chelsea ekki að bíða svo lengi eftir því næsta. Þegar um korter var eftir af leiknum bitu leikmenn Leicester frá sér þegar Jermaine Beckford minnkaði muninn fyrir gestina. Fernando Torres var síðan aftur á ferðinni fimm mínútum fyrir leikslok þegar hann skallaði boltann í netið. Aðeins liðu því 17 mínútur á milli þessara marka. Rétt fyrir leikslok skoraði Ben Marshall frábært mark fyrir Leicester en Chelsea svaraði um hæl og Raul Meireles skoraði fimmta mark liðsins eftir magnaðan undirbúning frá Fernando Torres. Leiknum lauk því með 5-2 sigri Chelsea. Flottur sigur hjá heimamönnum en það verður að segjast að varnarleikur liðsins er enn að stríða leikmönnum liðsins og Leicester hefði hæglega getað skorað fleiri mörk í leiknum.
Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Fleiri fréttir Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Wirtz strax kominn á hættusvæði Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Á að reka umboðsmanninn á stundinni Sjá meira