Enski boltinn

Di Matteo: Ég vann ekki á bak við tjöldin gegn Villas-Boas

Roberto Di Matteo, knattspyrnustjóri Chelsea,
Roberto Di Matteo, knattspyrnustjóri Chelsea, Getty Images / Nordic Photos
Roberto Di Matteo, knattspyrnustjóri Chelsea, segir að hann hafi ekki unnið að því á bak við tjöldin að koma Andre Villas-Boas frá félaginu. Di Matteo tók við enska úrvalsdeildarliðinu eftir að Villas-Boas var rekinn og töldu margir að Di Matteo hafi átt sinn þátt í því að Portúgalinn var rekinn.

Ég ber mikla virðingu fyrir Andre Villas-Boas, hann er frábær knattspyrnustjóri og manneskja. Það kom ekkert annað til greina en að þiggja boð um að taka þetta starf að mér. Hvernig getur maður afþakkað að taka við einu af bestu liðum heims," segir Di Matteo í viðtali við sjónvarpsstöðina Eurosport.

„Ég gerði mitt besta og Andre veit það. Ég var ekki að vinna á móti honum og við tókum sameiginlegar ákvarðanir," segir Di Matteo m.a. í viðtalinu. Frá því að hann tók við Chelsea hefur liðið náð þeim árangri að komast í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar og undanúrslitin í ensku bikarkeppninni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×