Enski boltinn

Þekktur hjartalæknir hljóp úr stúkunni til að bjarga Muamba

Fabrice Muamba, leikmaður enska úrvalsdeildarliðsins Bolton, berst enn fyrir lífi sínu á gjörgæslu á hjartadeild á sjúkrahúsi í London.
Fabrice Muamba, leikmaður enska úrvalsdeildarliðsins Bolton, berst enn fyrir lífi sínu á gjörgæslu á hjartadeild á sjúkrahúsi í London. Getty Images / Nordic Photos
Fabrice Muamba, leikmaður enska úrvalsdeildarliðsins Bolton, berst enn fyrir lífi sínu á gjörgæslu á hjartadeild á sjúkrahúsi í London. Hjartað í hinum 23 ára gamli Muamba hætti að slá í miðjum bikarleik gegn Tottenham á laugardaginn og hófust endurlífgunartilraunir strax á vellinum. Einn þekktasti hjartasérfræðingu Bretlands, Dr. Andrew Deaner, var á meðal áhorfenda á White Hart Lane og hann fór strax út á völlinn til þess að aðstoða þegar hann sá í hvað stefndi.

Hjartað í Muamba fór ekki að slá á ný fyrr en eftir tveggja tíma endurlífgun og stjórnaði Deaner aðgerðum þar til leikmaðurinn var kominn á sjúkrahús. Læknateymið gat flutt leikmanninn strax með sjúkrabifreið frá vellinum og ekki þurfti að bíða eftir því að bifreiðin kæmi á staðinn.

Árið 2007 var sú regla tekin upp í ensku úrvalsdeildinni að sjúkrabifreið verður að vera til taks á leikstað á öllum leikjum.

Þessi regla var tekin upp eftir að Petr Cech markvörður Chelsea slasaðist illa á höfði í leik á útivelli gegn Reading. Meiðsli Cech voru alvarleg og þurfti hann að bíða í langan tíma á meðan sjúkrabifreið kom á svæðið.

Chelsea kvartaði yfir þessu verklagi og frá árinu 2007 hefur það verið skylda að vera með sjúkrabifreið á keppnisvöllum á meðan leikur fer fram í ensku úrvalsdeildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×