Enski boltinn

Spurs stal stigi gegn Stoke

Úr leik liðanna í kvöld.
Úr leik liðanna í kvöld.
Tottenham marði stig gegn Stoke City í kvöld með marki í uppbótartíma. Niðurstaðan engu að síður vonbrigði fyrir Spurs sem er heldur betur að fatast flugið.

Jerome skoraði fyrir Stoke af stuttu færi eftir aukaspyrnu. Boltinn barst til hans og eftirleikurinn var auðveldur.

Sigurinn var í sjónmáli hjá Stoke þegar Gareth Bale átti frábæra sendingu í teiginn sem Van der Vaart stangaði í netið. Þá voru þrjár mínútur komnar fram yfir venjulegan leiktíma.

Staðan í ensku úrvalsdeildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×