Enski boltinn

Dalglish: Erfitt að útskýra þetta tap

King Kenny var niðurlútur eftir leik.
King Kenny var niðurlútur eftir leik.
Kenny Dalglish, stjóri Liverpool, var á því að lukkan hefði gengið í lið með QPR í kvöld er liðið skellti Liverpool á ótrúlegan hátt. Eftir að hafa lent 0-2 undir skoraði QPR þrjú mörk á 13 mínútum og vann leikinn.

"Það er erfitt að útskýra þetta tap því við spiluðum frábæran fótbolta á köflum. Við vorum verðskuldað yfir og engin pressa frá þeim," sagði Dalglish.

"Ef við hefðum verið aðeins einbeittari og klárað færin okkar betur þá hefðum við verið þrjú eða fjögur núll yfir í hálfleik.

"Það var ekkert í kortunum sem sagði að þeir myndu skora og kannski kom heppnin til þeirra núna sem var ekki með þeim gegn Bolton."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×