Enski boltinn

Gylfi þakkar félögunum fyrir sendingarnar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gylfi Þór Sigurðsson er hér búinn að skalla boltann í mark Fulham.
Gylfi Þór Sigurðsson er hér búinn að skalla boltann í mark Fulham. Mynd/AFP
Gylfi Þór Sigurðsson var lítillátur í viðtölum eftir 3-0 sigur Swansea City á Fulham í ensku úrvalsdeildinni í gær en hann skoraði tvö fyrstu mörk liðsins. Gylfi hefur þar með skorað 5 mörk í 9 leikjum fyrir velska liðið síðan að hann kom á láni frá Hoffenheim í janúar.

„Ég hef skorað fimm mörk í átta byrjunarliðsleikjum í deildinni sem er kannski meira en ég bjóst við fyrir fram," sagði Gylfi í viðtali á heimasíðu Swansea City.

„Ég nýt þess að spila með frábæru liði. Það er ekki erfitt að skora þegar þú færð svona þjónustu eins og ég fékk í þessum mörkum," sagði Gylfi.

„Scotty hefði auðveldlega getað reynt að skjóta sjálfur og það kom mér á óvart að hann gerði það ekki. Hann lagði hann fullkomlega fyrir mig og þetta var auðveldur skalli," sagði Gylfi um fyrra markið sem hann skoraði með skutluskalla eftir sendingu frá Scott Sinclair.

„Seinna markið kom eftir frábæra sendingu frá Wayne. Ég held að báðir miðverðir Fulham hafi búist við því að hann myndi setja hann inn í markteig á Danny en hann gaf hann til baka á mig og þetta var einfalt skot fyrir mig," sagði Gylfi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×