Enski boltinn

Tevez lagði upp sigurmark Man. City gegn Chelsea

Það var mikil dramatík í Manchester í kvöld þegar Carlos Tevez snéri aftur og Chelsea kom í heimsókn. Tevez kom, sá og sigraði.

Eftir að hafa ekki leikið fyrir City síðan í september er hann neitaði að koma af bekknum í Meistaradeildinni var Tevez mættur á bekkinn í kvöld.

Gary Cahill kom Chelsea yfir þegar hálftími lifði leiks og þá hóaði Roberto Mancini, stjóri City, á Tevez. Innkoma hans átti eftir að skipta sköpum fyrir heimamenn.

Fyrst jafnaði Aguero metin úr víti eftir að boltinn fór í hönd Michael Essien. Réttur dómur. Fimm mínútum fyrir leikslok lagði Tevez síðan upp sigurmarkið fyrir Nasri með frábærri sendingu í teignum.

Gríðarlega mikilvægur hjá City sem er nú aðeins einu stigi á eftir toppliði Man. Utd.

Staðan í ensku úrvalsdeildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×