Enski boltinn

Mancini vill betra og nákvæmara eftirlit

Roberto Mancini knattspyrnustjóri Manchester City
Roberto Mancini knattspyrnustjóri Manchester City Getty Images / Nordic Photos
Roberto Mancini knattspyrnustjóri Manchester City segir að gera þurfi breytingar á eftirliti með heilsufari leikmanna hjá enskum félagsliðum. Mancini var sjálfur undrandi á þeim aðferðum sem notaðar voru á Englandi þegar hann kom til Man City fyrir tveimur árum. Ítalinn er á þeirri skoðun að leikmenn eigi að fara í tvær ítarlegar heilsufarsskoðanir á hverju ári.

Mikil umræða er þessa dagana um eftirlit með leikmönnum eftir að Fabrice Muamba fékk hjartaáfall í leik með Bolton um s.l. helgi.

„Þegar ég sá hvernig við stóðum að eftirliti með heilsufari leikmanna fyrir tveimur árum þá hafði ég áhyggjur. Ég sagði að við þyrftum að gera betur. Það þarf að skoða leikmenn tvisvar á ári, og það eftirlit þarf að vera nákvæmt," sagði Mancini við BBC í dag.

Forsvarsmenn ensku úrvalsdeildarinnar hafa sagt að skoða þurfi aðferðafræðina sem notuð er í dag við eftirlit með heilsu leikmanna deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×