Enski boltinn

Mancini: Tevez kann að spila fótbolta

Það var söguleg stund er Mancini hleypti Tevez inn á völlinn í kvöld.
Það var söguleg stund er Mancini hleypti Tevez inn á völlinn í kvöld.
Maðurinn sem sagði að Carlos Tevez myndi aldrei aftur spila fyrir Man. City, stjórinn Roberto Mancini, gladdist með Argentínumanninum í kvöld en hann lagði upp sigurmark City gegn Chelsea.

"Ég er mjög ánægður því Carlos stóð sig vel. Hann er þess utan í ekkert sérstaklega góðu formi. Hann er ekki orðinn 100 prósent en drengurinn kann að spila fótbolta," sagði Mancini.

"Mér fannst við eiga skilið að vinna leikinn því við óðum í færum í fyrri hálfleik. Við áttum ekki skilið að lenda undir í leiknum en við höfðum löngunina til þess að vinna leikinn. Þessi leikur var meira en bara þrjú stig."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×