Fleiri fréttir Berbatov í viðræður við United Umboðsmaður Dimitar Berbatov segir að hann muni á næstu vikum eiga viðræður við forráðamenn Manchester United um framtíð kappans hjá félaginu. Sjálfur vill Berbatov vera áfram í Manchester. 23.6.2011 11:30 Forlan líklega aftur á leið til Englands Umboðsmaður Diego Forlan sagði í samtali við spænska fjölmiðla að leikmaðurinn vilji helst komast aftur til Englands. 23.6.2011 10:15 Young færist nær Man. Utd Samkvæmt heimildum Sky Sports þá er vængmaðurinn Ashley Young búinn að gangast undir læknisskoðun hjá Man. Utd. Hann gæti skrifað undir samning við félagið um helgina. 22.6.2011 19:35 Benjani verður líklega áfram hjá Blackburn Sóknarmaðurinn Benjani heldur því fram að hann muni skrifa undir nýjan samning við Blackburn á næstu dögum í samtali við enska fjölmiðla. 22.6.2011 18:15 Kemur ekki til greina að kaupa Tevez Marco Branca, yfirmaður íþróttamála hjá Inter, segir að launakröfur Carlos Tevez séu það miklar að það komi ekki til greina að kaupa hann frá Manchester City. 22.6.2011 15:30 Villas-Boas: Snýst ekki um mig Chelsea hefur birt brot af fyrsta viðtalinu við Andre Villas-Boas eftir að hann tók við starfi knattspyrnustjóra félagsins, aðeins 33 ára gamall. 22.6.2011 14:38 Chris Hughton tekur líklega við Birmingham Chris Hughton verður væntanlega kynntur til sögunnar sem nýr knattspyrnustjóri hjá enska fótboltaliðinu Birmingham í dag eða morgun, samkvæmt heimildum Press Association Sport. Hughton, sem var rekinn úr starfi sem knattspyrnustjóri Newcastle s.l. haust, mun taka við af Alex McLeish sem réði sig til grannaliðsins Aston Villa nýverið. 22.6.2011 12:45 Portúgalinn Andre Villa-Boas tekur við Chelsea Chelsea hefur ráðið Andre Villas-Boas frá Portúgal sem knattspyrnustjóra liðsins og skrifar hann undir samning til þriggja ára. Villas-Boas er aðeins 33 ára gamall en hann hefur náð frábærum árangri með Porto í heimalandinu og hann var áður aðstoðarþjálfari hjá Chelsea þegar landi hans Jose Mourinho var knattspyrnustjóri liðsins. 22.6.2011 10:25 Knattspyrnusamböndin í meira lagi ósátt Knattspyrnusambönd Norður-Írlands, Skotlands og Wales eru afar ósátt við bresku ólympíunefndina BOA. Nefndin hefur fengið leyfi fyrir því að leikmenn þjóðanna ofantöldu auk Englands megi spila fyrir breska landsliðið á Ólympíuleiknum í London 2012. 22.6.2011 10:15 Dynamo Kiev vill fá Niko Kranjcar frá Tottenham Rússneska liðið Dynamo Kiev hefur áhuga á að fá Króatann Niko Kranjcar frá Tottenham í sumar. Kranjcar hefur ekki fengið mörg tækifæri hjá Tottenham á undanförnum mánuðum og hann vill komast frá félaginu. 21.6.2011 14:00 Joey Barton orðaður við Arsenal Það er án efa margt í gangi á bak við tjöldin á leikmannamarkaðinum á Englandi þessa dagana og margar óstaðfestar sögur í gangi. Joey Barton leikmaður Newcstle hefur tjáð sig um stöðu mála hjá Newcastle eftir að Kevin Nolan fór frá félaginu til West Ham. Barton var ekki sáttur og skrifaði að hann sjálfur gæti verið á förum ásamt þeim José Enrique og Jonas Gutierrez. Og það lið sem nefnt hefur verið sem næsti áfangastaður Barton er Arsenal. 21.6.2011 12:30 Chelsea færist nær því að semja við Andre Villas-Boas Allt bendir til þess að hinn 33 ára gamli Andre Villas-Boas frá Portúgal taki við enska úrvalsdeildarliðinu Chelsea. Enskir fjölmiðlar hafa fjallað mikið um málið á undanförnum dögum en Chelsea þarf líklega að greiða allt að 2,5 milljarða kr. til þess að losa Villas-Boas undan samningi hans við Porto í heimalandinu. 21.6.2011 11:00 Barcelona vill ekki greiða 35 milljónir punda fyrir Fabregas Sandro Rosell forseti Evrópu og Spánarmeistaraliðs Barcelona segir að félagið vilji ekki greiða um 35 milljón pund fyrir Cesc Fabregas leikmann Arsenal – eða 6,5 milljarða kr. Rosell segir hinsvegar að spænski miðjumaðurinn muni gera allt sem hann getur til þess að komast til Barcelona í sumar. 21.6.2011 09:00 Marveaux samdi við Newcastle Sylvain Marveaux hefur samið við enska úrvalsdeildarliðið Newcastle. Hinn 25 ára gamli framherji hafði verið orðaður við Liverpool en ekkert varð af þeim kaupum og Rennes leikmaðurinn endaði því í Newcastle. Marveaux stóðst ekki læknisskoðun hjá Liverpool en Newcastle tekur töluverða áhættu með því að semja við leikmanninn sem hefur verið meiddur frá því í nóvember. 20.6.2011 20:15 Porto neitar því að Chelsea sé búið að ráða Villas-Boas Forráðamenn portúgalska fótboltaliðsins Porto neita því að búið sé að ganga frá því að þjálfari liðsins Andre Villas-Boas taki við enska liðinu Chelsea. Enskir fjölmiðlar hafa greint frá því að Chelsea hafi nýtt sér ákvæði í samningi Villas-Boas þess efnis að hann gæti farið ef Porto fengi um 2,5 milljarða kr. greiðslu í staðinn. 20.6.2011 13:45 Arsenel og Barcelona í viðræðum um framtíð Cesc Fabregas Peter Hill-Wood, stjórnarformaður enska fótboltaliðsins Arsenal, sagði í morgun að félagið hafi með formlegum hætti hafið viðræður við spænska stórliðið Barcelona um væntanleg vistaskipti Cesc Fabregas. Formlegt tilboð hefur ekki borist í leikmanninn en Fabregas hefur ítrekað verið orðaður við Barcelona undanfarin misseri. 20.6.2011 10:00 Sebastian Larsson fer til Sunderland Sænski landsliðsmaðurinn Sebastian Larsson mun ganga til liðs við Sunderland um leið og hann kemst að samkomulagi við félagið um lengd samningsins. Þetta segir faðir leikmannsins við sænska fjölmiðla. 19.6.2011 22:45 Barcelona búið að ræða við Arsenal um Fabregas Peter Hill-Wood stjórnarformaður enska úrvalsdeildarliðsins í knattspyrnu segir Barcelona hafa spurst fyrir um Cesc Fabregas. Ekkert boð hafi þó borist í kappann. 19.6.2011 22:00 Fellaini vill fara frá Everton Marouane Fellaini leikmaður Everton hefur sagst vilja komast frá félaginu. Ástæðan er löngun hans til þess að spila í Meistaradeild Evrópu og vinna titla. 19.6.2011 20:30 Shole Ameobi í fríi á Íslandi - fer á kostum á Twitter Shola Ameobi er um þessar mundir í heimsókn hjá bróður sínum Tomi Abeobi leikmanns BÍ/Bolungavíkur. Ameobi fer mikinn á Twitter-síðu sinni og óhætt að segja að Demba Ba, nýr liðsmaður Newcastle, fái óblíðar viðtökur. 19.6.2011 19:45 Tevez hefur ekki ákveðið að yfirgefa Manchester City Argentínumaðurinn Carlos Tevez hefur ekki ákveðið að yfirgefa Manchester City ef marka má umboðsmann hans Kia Joorabchian. Sagan endalausa um það hvort Tevez fari eða verði heldur því áfram. 19.6.2011 19:00 Steve Bruce mun forðast að kaupa afríska leikmenn Steve Bruce knattspyrnustjóri Sunderland segist ætla að forðast það að kaupa afríska leikmenn til félagsins í sumar. Ástæðan er Afríkukeppnin sem fram fer í janúar. 18.6.2011 19:00 Newcastle hafði betur gegn Liverpool í kapphlaupinu um Sylvain Marveaux Franski kantmaðurinn Sylvain Marveaux hefur skrifið undir fimm ára samning við enska úrvalsdeildarfélagið Newcastle. Marveaux kemur á frjálsri sölu til liðsins en hann lék áður með Rennes. Liverpool var einnig á höttunum eftir Frakkanum. 18.6.2011 14:45 Demba Ba kominn til Newcastle Framherjinn Demba Ba hefur gengið til liðs við Newcastle. Senegalinn sem er 26 ára skrifaði undir þriggja ára samning við félagið. Hann var á mála hjá West Ham á síðasta tímabili en var laus allra mála hjá félaginu. 17.6.2011 21:00 Dalglish ósáttur við upphafsdag tímabilsins Kenny Dalglish knattspyrnustjóri Liverpool er ósáttur við að enska úrvalsdeildin hefjist á laugardegi. Vikuna á undan eru flest landslið í eldlínunni og hann segir að eðlilegt hefði verið að hefja deildina á sunnudeginum. 17.6.2011 17:00 Alex McLeish tekinn við Aston Villa Skotinn Alex McLeish hefur gengið frá þriggja ára samningi við Aston Villa. McLeish, sem sagði starfi sínu lausu sem knattspyrnustjóri Birmingham síðastliðna helgi, segist þurfa að sanna fyrir gagnrýnum stuðningsmönnum að hann sé sá rétti í starfið. 17.6.2011 10:00 Man Utd mætir WBA í fyrstu umferð á næsta tímabili Enska úrvalsdeildin hefst að nýju þann 13. ágúst og meistaralið Manchester United fær mótherja í fyrstu umferðunum. Man Utd mætir WBA á útivelli í fyrstu umferð laugardaginn 13. ágúst en mætir síðan Tottenham, Arsenal og Chelsea í fyrstu fimm umferðunum. Chelsea mætir Stoke á útivelli í fyrstu umferð og Liverpool leikur gegn Sunderland á Anfield. Það verður Íslendingaslagur strax í fyrstu umferð þar sem að Heiðar Helguson og félagar úr QPR mæta Bolton sem Grétar Rafn Steinsson leikur með. 17.6.2011 09:00 Nýr varabúningur Liverpool blár og hvítur Enska knattspyrnufélagið Liverpool hefur kynnt nýjan þriðja búning félagsins fyrir komandi tímabil. Búningurinn er hvítur og ljósblár en fyrsti búningur félagsins fyrir tæpum 120 árum var einmitt blár og hvítur. 16.6.2011 20:30 Kevin Nolan til West Ham Enski miðjumaðurinn Kevin Nolan hefur gengið til liðs við West Ham frá Newcastle. Nolan mun leika undir stjórn Sam Allardyce líkt og hann gerði á sínum tíma hjá Bolton. 16.6.2011 14:45 Eiður Smári ekki eina kempan á lausu Eiður Smári er einn fjölmargra leikmanna í ensku úrvalsdeildinni sem eru með lausa samninga. Meðal þeirra eru Patrick Vieira, John Carew, Matthew Upson og Jonathan Woodgate. 16.6.2011 11:30 Tottenham hafnar 22 milljóna punda boði Chelsea í Modric Breskir fjölmiðlar greina frá því að Tottenham hafi hafnað tilboði Chelsea í króatíska miðjumanninn Luka Modric. Tilboðið hljóðaði upp á 22 milljónir punda. 16.6.2011 10:15 Bebe lánaður til Besiktas Portúgalski knattspyrnumaðurinn Bebe sem er á mála hjá Manchester United hefur verið lánaður til tyrkneska félagsins Besiktas. Bebe fékk fá tækifæri með aðalliði United á síðasta tímabili. 16.6.2011 09:43 Eiður Smári verður ekki áfram hjá Fulham Vefsíðan fótbolti.net greindi frá því í kvöld að landsliðsmaðurinn Eiður Smári Guðjohsen myndi ekki gera nýjan samning við Fulham samkvæmt mjög áreiðanlegum heimildum síðunnar. 15.6.2011 22:39 Maxi á leið frá Liverpool Maxi Rodriguez kantmaður Liverpool gæti verið á leið frá enska knattspyrnufélaginu ef marka má frétt BBC. Maxi hefur gefið forseta Newell's Old Boys í Argentínu jákvætt svar um að ganga til liðs við félagið. 15.6.2011 14:15 Abdoulaye Faye til West Ham Sam Allardyce hefur tryggt sér þjónustu varnarmannsins stæðilega Abdoulaye Faye. Leikmaðurinn kemur til liðsins á frjálsri sölu en Stoke vildi ekki endurnýja samninginn við leikmanninn. 15.6.2011 12:15 Viðræður Cardiff og Shearer út um þúfur Alan Shearer mun ekki verða næsti knattspyrnustjóri Cardiff í ensku Championship-deildinni. Shearer átti í viðræðum við félagið en hefur nú útilokað að taka við liðinu. Cardiff stefnir enn eitt árið á að komast upp í ensku úrvalsdeildina en liðið hefur verið seinheppið undanfarin ár og klúðrað málunum á ögurstundu. 15.6.2011 09:13 Scholes: Ég var ekki grófur leikmaður Knattspyrnumaðurinn Paul Scholes sem nýverið lagði skóna á hilluna segist ekki hafa verið grófur leikmaður. Hann segir ljótar tæklingar sínar hafa verið slæmri tímasetningu að kenna. 14.6.2011 23:30 Aston Villa í viðræður við Alex McLeish Forráðamenn Aston Villa ætla að fara í viðræður við Alex McLeish um að hann setjist í stjórastól félagsins á næsta tímabil. McLeish sagði upp störfum hjá nágrannaliðinu Birmingham á dögunum en Skotinn á reyndar eftir að ganga frá starfslokum sínum þar. 14.6.2011 19:44 Sex knattspyrnustjórar á óskalista Birmingham Birmingham leitar að eftirmanni Alex McLeish eftir uppsögn Skotans um helgina. Stjórnarformaður félagsins, Peter Pannu, segir sex knattspyrnustjóra á óskalistanum. 14.6.2011 16:30 Gervinho vill fara til Englands - Áhugi hjá Arsenal Gervinho sóknarmaður Lille vill yfirgefa félagið og spila á Englandi. Fréderic Paquet framkvæmdastjóri frönsku meistaranna staðfesti þetta í samtali við frönsku útvarpsstöðina RMC. 14.6.2011 14:00 Birmingham vill bætur vegna McLeish Peter Pannu, stjórnarformaður enska knattspyrnuliðsins Birmingham, segir að félagið muni krefjast skaðabóta reyni Aston Villa að semja við Alex McLeish. McLeish sagði upp starfi sínu hjá Birmingham um helgina. 14.6.2011 12:00 Reina fór í aðgerð vegna kviðslits Markvörður Liverpool, Pepe Reina, þurfti að gangast undir aðgerð í síðustu viku vegna kviðslits, en hann fór í aðgerðina hjá sérfræðingi í Þýskalandi. 14.6.2011 08:00 Tekur Chris Hughton við Birmingham? Samkvæmt enskum fjölmiðlum mun Chris Hughton líklega taka við Birmingham eftir að Alex McLeish sagði upp störfum í gær. 14.6.2011 06:00 Phil Jones mun skrifa undir fimm ára samning við Man. Utd. Manchester United hefur gengið frá kaupunum á Phil Jones frá Blackburn Rovers, en kaupverðið mun vera 16,5 milljónir punda. 13.6.2011 20:15 Abramovich ætlar að greiða 30 milljónir punda fyrir Neymar Roman Abramovich, eigandi enska knattspyrnuliðsins Chelsea, ætlar sér eftir allt saman að opna veskið og greiða 30 milljónir punda fyrir brasilíska framherjann Neymar frá Santos. 13.6.2011 20:15 Sjá næstu 50 fréttir
Berbatov í viðræður við United Umboðsmaður Dimitar Berbatov segir að hann muni á næstu vikum eiga viðræður við forráðamenn Manchester United um framtíð kappans hjá félaginu. Sjálfur vill Berbatov vera áfram í Manchester. 23.6.2011 11:30
Forlan líklega aftur á leið til Englands Umboðsmaður Diego Forlan sagði í samtali við spænska fjölmiðla að leikmaðurinn vilji helst komast aftur til Englands. 23.6.2011 10:15
Young færist nær Man. Utd Samkvæmt heimildum Sky Sports þá er vængmaðurinn Ashley Young búinn að gangast undir læknisskoðun hjá Man. Utd. Hann gæti skrifað undir samning við félagið um helgina. 22.6.2011 19:35
Benjani verður líklega áfram hjá Blackburn Sóknarmaðurinn Benjani heldur því fram að hann muni skrifa undir nýjan samning við Blackburn á næstu dögum í samtali við enska fjölmiðla. 22.6.2011 18:15
Kemur ekki til greina að kaupa Tevez Marco Branca, yfirmaður íþróttamála hjá Inter, segir að launakröfur Carlos Tevez séu það miklar að það komi ekki til greina að kaupa hann frá Manchester City. 22.6.2011 15:30
Villas-Boas: Snýst ekki um mig Chelsea hefur birt brot af fyrsta viðtalinu við Andre Villas-Boas eftir að hann tók við starfi knattspyrnustjóra félagsins, aðeins 33 ára gamall. 22.6.2011 14:38
Chris Hughton tekur líklega við Birmingham Chris Hughton verður væntanlega kynntur til sögunnar sem nýr knattspyrnustjóri hjá enska fótboltaliðinu Birmingham í dag eða morgun, samkvæmt heimildum Press Association Sport. Hughton, sem var rekinn úr starfi sem knattspyrnustjóri Newcastle s.l. haust, mun taka við af Alex McLeish sem réði sig til grannaliðsins Aston Villa nýverið. 22.6.2011 12:45
Portúgalinn Andre Villa-Boas tekur við Chelsea Chelsea hefur ráðið Andre Villas-Boas frá Portúgal sem knattspyrnustjóra liðsins og skrifar hann undir samning til þriggja ára. Villas-Boas er aðeins 33 ára gamall en hann hefur náð frábærum árangri með Porto í heimalandinu og hann var áður aðstoðarþjálfari hjá Chelsea þegar landi hans Jose Mourinho var knattspyrnustjóri liðsins. 22.6.2011 10:25
Knattspyrnusamböndin í meira lagi ósátt Knattspyrnusambönd Norður-Írlands, Skotlands og Wales eru afar ósátt við bresku ólympíunefndina BOA. Nefndin hefur fengið leyfi fyrir því að leikmenn þjóðanna ofantöldu auk Englands megi spila fyrir breska landsliðið á Ólympíuleiknum í London 2012. 22.6.2011 10:15
Dynamo Kiev vill fá Niko Kranjcar frá Tottenham Rússneska liðið Dynamo Kiev hefur áhuga á að fá Króatann Niko Kranjcar frá Tottenham í sumar. Kranjcar hefur ekki fengið mörg tækifæri hjá Tottenham á undanförnum mánuðum og hann vill komast frá félaginu. 21.6.2011 14:00
Joey Barton orðaður við Arsenal Það er án efa margt í gangi á bak við tjöldin á leikmannamarkaðinum á Englandi þessa dagana og margar óstaðfestar sögur í gangi. Joey Barton leikmaður Newcstle hefur tjáð sig um stöðu mála hjá Newcastle eftir að Kevin Nolan fór frá félaginu til West Ham. Barton var ekki sáttur og skrifaði að hann sjálfur gæti verið á förum ásamt þeim José Enrique og Jonas Gutierrez. Og það lið sem nefnt hefur verið sem næsti áfangastaður Barton er Arsenal. 21.6.2011 12:30
Chelsea færist nær því að semja við Andre Villas-Boas Allt bendir til þess að hinn 33 ára gamli Andre Villas-Boas frá Portúgal taki við enska úrvalsdeildarliðinu Chelsea. Enskir fjölmiðlar hafa fjallað mikið um málið á undanförnum dögum en Chelsea þarf líklega að greiða allt að 2,5 milljarða kr. til þess að losa Villas-Boas undan samningi hans við Porto í heimalandinu. 21.6.2011 11:00
Barcelona vill ekki greiða 35 milljónir punda fyrir Fabregas Sandro Rosell forseti Evrópu og Spánarmeistaraliðs Barcelona segir að félagið vilji ekki greiða um 35 milljón pund fyrir Cesc Fabregas leikmann Arsenal – eða 6,5 milljarða kr. Rosell segir hinsvegar að spænski miðjumaðurinn muni gera allt sem hann getur til þess að komast til Barcelona í sumar. 21.6.2011 09:00
Marveaux samdi við Newcastle Sylvain Marveaux hefur samið við enska úrvalsdeildarliðið Newcastle. Hinn 25 ára gamli framherji hafði verið orðaður við Liverpool en ekkert varð af þeim kaupum og Rennes leikmaðurinn endaði því í Newcastle. Marveaux stóðst ekki læknisskoðun hjá Liverpool en Newcastle tekur töluverða áhættu með því að semja við leikmanninn sem hefur verið meiddur frá því í nóvember. 20.6.2011 20:15
Porto neitar því að Chelsea sé búið að ráða Villas-Boas Forráðamenn portúgalska fótboltaliðsins Porto neita því að búið sé að ganga frá því að þjálfari liðsins Andre Villas-Boas taki við enska liðinu Chelsea. Enskir fjölmiðlar hafa greint frá því að Chelsea hafi nýtt sér ákvæði í samningi Villas-Boas þess efnis að hann gæti farið ef Porto fengi um 2,5 milljarða kr. greiðslu í staðinn. 20.6.2011 13:45
Arsenel og Barcelona í viðræðum um framtíð Cesc Fabregas Peter Hill-Wood, stjórnarformaður enska fótboltaliðsins Arsenal, sagði í morgun að félagið hafi með formlegum hætti hafið viðræður við spænska stórliðið Barcelona um væntanleg vistaskipti Cesc Fabregas. Formlegt tilboð hefur ekki borist í leikmanninn en Fabregas hefur ítrekað verið orðaður við Barcelona undanfarin misseri. 20.6.2011 10:00
Sebastian Larsson fer til Sunderland Sænski landsliðsmaðurinn Sebastian Larsson mun ganga til liðs við Sunderland um leið og hann kemst að samkomulagi við félagið um lengd samningsins. Þetta segir faðir leikmannsins við sænska fjölmiðla. 19.6.2011 22:45
Barcelona búið að ræða við Arsenal um Fabregas Peter Hill-Wood stjórnarformaður enska úrvalsdeildarliðsins í knattspyrnu segir Barcelona hafa spurst fyrir um Cesc Fabregas. Ekkert boð hafi þó borist í kappann. 19.6.2011 22:00
Fellaini vill fara frá Everton Marouane Fellaini leikmaður Everton hefur sagst vilja komast frá félaginu. Ástæðan er löngun hans til þess að spila í Meistaradeild Evrópu og vinna titla. 19.6.2011 20:30
Shole Ameobi í fríi á Íslandi - fer á kostum á Twitter Shola Ameobi er um þessar mundir í heimsókn hjá bróður sínum Tomi Abeobi leikmanns BÍ/Bolungavíkur. Ameobi fer mikinn á Twitter-síðu sinni og óhætt að segja að Demba Ba, nýr liðsmaður Newcastle, fái óblíðar viðtökur. 19.6.2011 19:45
Tevez hefur ekki ákveðið að yfirgefa Manchester City Argentínumaðurinn Carlos Tevez hefur ekki ákveðið að yfirgefa Manchester City ef marka má umboðsmann hans Kia Joorabchian. Sagan endalausa um það hvort Tevez fari eða verði heldur því áfram. 19.6.2011 19:00
Steve Bruce mun forðast að kaupa afríska leikmenn Steve Bruce knattspyrnustjóri Sunderland segist ætla að forðast það að kaupa afríska leikmenn til félagsins í sumar. Ástæðan er Afríkukeppnin sem fram fer í janúar. 18.6.2011 19:00
Newcastle hafði betur gegn Liverpool í kapphlaupinu um Sylvain Marveaux Franski kantmaðurinn Sylvain Marveaux hefur skrifið undir fimm ára samning við enska úrvalsdeildarfélagið Newcastle. Marveaux kemur á frjálsri sölu til liðsins en hann lék áður með Rennes. Liverpool var einnig á höttunum eftir Frakkanum. 18.6.2011 14:45
Demba Ba kominn til Newcastle Framherjinn Demba Ba hefur gengið til liðs við Newcastle. Senegalinn sem er 26 ára skrifaði undir þriggja ára samning við félagið. Hann var á mála hjá West Ham á síðasta tímabili en var laus allra mála hjá félaginu. 17.6.2011 21:00
Dalglish ósáttur við upphafsdag tímabilsins Kenny Dalglish knattspyrnustjóri Liverpool er ósáttur við að enska úrvalsdeildin hefjist á laugardegi. Vikuna á undan eru flest landslið í eldlínunni og hann segir að eðlilegt hefði verið að hefja deildina á sunnudeginum. 17.6.2011 17:00
Alex McLeish tekinn við Aston Villa Skotinn Alex McLeish hefur gengið frá þriggja ára samningi við Aston Villa. McLeish, sem sagði starfi sínu lausu sem knattspyrnustjóri Birmingham síðastliðna helgi, segist þurfa að sanna fyrir gagnrýnum stuðningsmönnum að hann sé sá rétti í starfið. 17.6.2011 10:00
Man Utd mætir WBA í fyrstu umferð á næsta tímabili Enska úrvalsdeildin hefst að nýju þann 13. ágúst og meistaralið Manchester United fær mótherja í fyrstu umferðunum. Man Utd mætir WBA á útivelli í fyrstu umferð laugardaginn 13. ágúst en mætir síðan Tottenham, Arsenal og Chelsea í fyrstu fimm umferðunum. Chelsea mætir Stoke á útivelli í fyrstu umferð og Liverpool leikur gegn Sunderland á Anfield. Það verður Íslendingaslagur strax í fyrstu umferð þar sem að Heiðar Helguson og félagar úr QPR mæta Bolton sem Grétar Rafn Steinsson leikur með. 17.6.2011 09:00
Nýr varabúningur Liverpool blár og hvítur Enska knattspyrnufélagið Liverpool hefur kynnt nýjan þriðja búning félagsins fyrir komandi tímabil. Búningurinn er hvítur og ljósblár en fyrsti búningur félagsins fyrir tæpum 120 árum var einmitt blár og hvítur. 16.6.2011 20:30
Kevin Nolan til West Ham Enski miðjumaðurinn Kevin Nolan hefur gengið til liðs við West Ham frá Newcastle. Nolan mun leika undir stjórn Sam Allardyce líkt og hann gerði á sínum tíma hjá Bolton. 16.6.2011 14:45
Eiður Smári ekki eina kempan á lausu Eiður Smári er einn fjölmargra leikmanna í ensku úrvalsdeildinni sem eru með lausa samninga. Meðal þeirra eru Patrick Vieira, John Carew, Matthew Upson og Jonathan Woodgate. 16.6.2011 11:30
Tottenham hafnar 22 milljóna punda boði Chelsea í Modric Breskir fjölmiðlar greina frá því að Tottenham hafi hafnað tilboði Chelsea í króatíska miðjumanninn Luka Modric. Tilboðið hljóðaði upp á 22 milljónir punda. 16.6.2011 10:15
Bebe lánaður til Besiktas Portúgalski knattspyrnumaðurinn Bebe sem er á mála hjá Manchester United hefur verið lánaður til tyrkneska félagsins Besiktas. Bebe fékk fá tækifæri með aðalliði United á síðasta tímabili. 16.6.2011 09:43
Eiður Smári verður ekki áfram hjá Fulham Vefsíðan fótbolti.net greindi frá því í kvöld að landsliðsmaðurinn Eiður Smári Guðjohsen myndi ekki gera nýjan samning við Fulham samkvæmt mjög áreiðanlegum heimildum síðunnar. 15.6.2011 22:39
Maxi á leið frá Liverpool Maxi Rodriguez kantmaður Liverpool gæti verið á leið frá enska knattspyrnufélaginu ef marka má frétt BBC. Maxi hefur gefið forseta Newell's Old Boys í Argentínu jákvætt svar um að ganga til liðs við félagið. 15.6.2011 14:15
Abdoulaye Faye til West Ham Sam Allardyce hefur tryggt sér þjónustu varnarmannsins stæðilega Abdoulaye Faye. Leikmaðurinn kemur til liðsins á frjálsri sölu en Stoke vildi ekki endurnýja samninginn við leikmanninn. 15.6.2011 12:15
Viðræður Cardiff og Shearer út um þúfur Alan Shearer mun ekki verða næsti knattspyrnustjóri Cardiff í ensku Championship-deildinni. Shearer átti í viðræðum við félagið en hefur nú útilokað að taka við liðinu. Cardiff stefnir enn eitt árið á að komast upp í ensku úrvalsdeildina en liðið hefur verið seinheppið undanfarin ár og klúðrað málunum á ögurstundu. 15.6.2011 09:13
Scholes: Ég var ekki grófur leikmaður Knattspyrnumaðurinn Paul Scholes sem nýverið lagði skóna á hilluna segist ekki hafa verið grófur leikmaður. Hann segir ljótar tæklingar sínar hafa verið slæmri tímasetningu að kenna. 14.6.2011 23:30
Aston Villa í viðræður við Alex McLeish Forráðamenn Aston Villa ætla að fara í viðræður við Alex McLeish um að hann setjist í stjórastól félagsins á næsta tímabil. McLeish sagði upp störfum hjá nágrannaliðinu Birmingham á dögunum en Skotinn á reyndar eftir að ganga frá starfslokum sínum þar. 14.6.2011 19:44
Sex knattspyrnustjórar á óskalista Birmingham Birmingham leitar að eftirmanni Alex McLeish eftir uppsögn Skotans um helgina. Stjórnarformaður félagsins, Peter Pannu, segir sex knattspyrnustjóra á óskalistanum. 14.6.2011 16:30
Gervinho vill fara til Englands - Áhugi hjá Arsenal Gervinho sóknarmaður Lille vill yfirgefa félagið og spila á Englandi. Fréderic Paquet framkvæmdastjóri frönsku meistaranna staðfesti þetta í samtali við frönsku útvarpsstöðina RMC. 14.6.2011 14:00
Birmingham vill bætur vegna McLeish Peter Pannu, stjórnarformaður enska knattspyrnuliðsins Birmingham, segir að félagið muni krefjast skaðabóta reyni Aston Villa að semja við Alex McLeish. McLeish sagði upp starfi sínu hjá Birmingham um helgina. 14.6.2011 12:00
Reina fór í aðgerð vegna kviðslits Markvörður Liverpool, Pepe Reina, þurfti að gangast undir aðgerð í síðustu viku vegna kviðslits, en hann fór í aðgerðina hjá sérfræðingi í Þýskalandi. 14.6.2011 08:00
Tekur Chris Hughton við Birmingham? Samkvæmt enskum fjölmiðlum mun Chris Hughton líklega taka við Birmingham eftir að Alex McLeish sagði upp störfum í gær. 14.6.2011 06:00
Phil Jones mun skrifa undir fimm ára samning við Man. Utd. Manchester United hefur gengið frá kaupunum á Phil Jones frá Blackburn Rovers, en kaupverðið mun vera 16,5 milljónir punda. 13.6.2011 20:15
Abramovich ætlar að greiða 30 milljónir punda fyrir Neymar Roman Abramovich, eigandi enska knattspyrnuliðsins Chelsea, ætlar sér eftir allt saman að opna veskið og greiða 30 milljónir punda fyrir brasilíska framherjann Neymar frá Santos. 13.6.2011 20:15