Enski boltinn

Dynamo Kiev vill fá Niko Kranjcar frá Tottenham

Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar
Rússneska liðið Dynamo Kiev hefur áhuga á að fá Króatann Niko Kranjcar frá Tottenham í sumar.
Rússneska liðið Dynamo Kiev hefur áhuga á að fá Króatann Niko Kranjcar frá Tottenham í sumar. Nordic Photos/Getty Images
Rússneska liðið Dynamo Kiev hefur áhuga á að fá Króatann Niko Kranjcar frá Tottenham í sumar. Kranjcar hefur ekki fengið mörg tækifæri hjá Tottenham á undanförnum  mánuðum og hann vill komast frá félaginu.

Talið er að Kiev þurfi að greiða um 6 milljónir punda fyrir landsliðsmanninn eða sem nemur 1.1 milljarði kr.  Krancar kom til Tottenham frá Portsmouth fyrir tveimur árum þegar Harry Redknapp var ráðinn sem knattspyrnustjóri Tottenham en Krancjar lék undir stjórn Harry hjá Portsmouth.

Spænska liðið Atletico Madrid og Wolfsburg frá Þýskalandi hafa einnig sýnt leikmanninum áhuga en Kranjcar er aðeins 26 ára gamall og er því spennandi kostur fyrir mörg félög.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×