Enski boltinn

Maxi á leið frá Liverpool

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Maxi var duglegur að skora undir lok síðasta tímabils
Maxi var duglegur að skora undir lok síðasta tímabils Mynd/Nordic Photos/Getty
Maxi Rodriguez kantmaður Liverpool gæti verið á leið frá enska knattspyrnufélaginu ef marka má frétt BBC. Maxi hefur gefið forseta Newell's Old Boys í Argentínu jákvætt svar um að ganga til liðs við félagið.

Argentínumaðurinn þrítugi er uppalinn hjá Old Boys og spilaði þrjú tímabil með aðalliði félagsins áður en hann var seldur til Espanyol á Spáni.

„Forsetinn (William Larenzo) hringdi í mig og ég sagði já. Þetta fer allt saman eftir samningnum sem ég er á hjá Liverpool," sagði Maxi samkvæmt vefmiðli BBC.

Talið er að Kenny Dalglish þjálfari Liverpool vilji losna við fjölmarga leikmenn af launaskrá félagsins. Maxi, sem skoraði meðal annars tvær þrennur undir lok síðasta tímabils, er talinn vera einn þeirra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×