Enski boltinn

Phil Jones mun skrifa undir fimm ára samning við Man. Utd.

Stefán Árni Pálsson skrifar
Phil Jones gegn Spánverjum í gær. Mynd. / Getty Images
Phil Jones gegn Spánverjum í gær. Mynd. / Getty Images
Manchester United hefur gengið frá kaupunum á Phil Jones frá Blackburn Rovers, en kaupverðið mun vera 16,5 milljónir punda.

Jones mun skirfa undir fimm ára samning við Englandsmeistara þegar hann kemur heim Danmörku þar sem hann leikur með U-21 liði Englendinga, en hann gekkst undir læknisskoðun hjá Man. Utd. í síðustu viku.

Málið hefur haft nokkuð langan aðdraganda, en Liverpool mun hafa boðið 22 milljónir punda í leikmanninn um helgina.

Það var leikmaðurinn sjálfur sem tjáði eigendum Blackburn Rovers að hann hafði ekki áhuga á því að ganga til liðs við Liverpool.

Manchester United segir í yfirlýsingu sinni um félagsskiptin að félagið sé himinlifandi með að hafa náð að ganga frá kaupunum á þessum frábæra leikmanni.

 

 

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×