Enski boltinn

Sebastian Larsson fer til Sunderland

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Larsson í baráttu við Shola Ameobi á síðustu leiktíð
Larsson í baráttu við Shola Ameobi á síðustu leiktíð Mynd/Getty Images
Sænski landsliðsmaðurinn Sebastian Larsson mun ganga til liðs við Sunderland um leið og hann kemst að samkomulagi við félagið um lengd samningsins. Þetta segir faðir leikmannsins við sænska fjölmiðla.

„Sunderland hafa verið á eftir honum síðan í janúar. Steve Bruce hefur reynt að ganga frá samningnum og verið afar virkur,“ sagði Larsson eldri við Sport Folket.

Steve Bruce þjálfaði Svíann á sínum tíma hjá Birmingham og er mikill aðdáandi spyrnumannsins góða. Samingur Larsson við Birmingham er útrunninn.

„Báðir aðilar eru sammála um helstu atriði samningins. Aðeins á eftir að ganga frá samningslengdinni. Þeir vilja lengri samning en við styttri. En ég held að þetta verði ekki vandamál,“ bætti Larsson eldri við.

Fleiri lið voru talinn vilja fá Svíann til liðs við sig og höfðu Arsenal, Blackburn, Aston Villa og Fulham öll verið nefnd til sögunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×