Enski boltinn

Abramovich ætlar að greiða 30 milljónir punda fyrir Neymar

Stefán Árni Pálsson skrifar
Neymar á leiðinni til Chelsea. Mynd. / Getty Images
Neymar á leiðinni til Chelsea. Mynd. / Getty Images
Roman Abramovich, eigandi enska knattspyrnuliðsins Chelsea, ætlar sér eftir allt saman að opna veskið og greiða 30 milljónir punda fyrir brasilíska framherjann Neymar frá Santos.

Leikmaðurinn mun því ganga til liðs við Chelsea á næstunni samkvæmt heimildum breska blaðsins  Sunday Telegraph, en Neymar mun fá 70.000 pund í vikulaun hjá þeim bláklæddu.

Neymar sem er aðeins 19 ára hefur gert 27 mörk í 64 leikjum fyrir Santos, en hann hefur verið á mála hjá liðinu frá 2009.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×