Enski boltinn

Dalglish ósáttur við upphafsdag tímabilsins

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Dalglish hlakkar til tímabilsins sem hefst í ágúst
Dalglish hlakkar til tímabilsins sem hefst í ágúst Mynd/Nordic Photos/Getty
Kenny Dalglish knattspyrnustjóri Liverpool er ósáttur við að enska úrvalsdeildin hefjist á laugardegi. Vikuna á undan eru flest landslið í eldlínunni og hann segir að eðlilegt hefði verið að hefja deildina á sunnudeginum.

„Félögin eru að reyna eftir fremsta megni að fá til sín góða leikmenn, leikmenn sem eru yfirleitt landsliðsmenn," segir Dalglish á heimasíðu Liverpool.

„Það eru engir leikir fyrirhugaðir í vikunni á eftir þannig að ég skil ekki hvers vegna við getum ekki byrjað á sunnudeginum. Þá þyrftu leikmenn ekki að ferðast heim aðfaranótt fimmtudags vegna leiksins á laugardeginum," bætti Dalglish við.

Dalglish segir sumarið spennandi tíma þar sem stuðningsmenn bíði eftir að sjá ný andlit. Félagið þurfi að vinna í þeim málum sem fyrst.

Liverpool gekk á dögunum frá kaupum á Jordan Henderson frá Sunderland. Hann mætir sínum gömlu félögum í fyrsta leik Liverpool á tímabilinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×