Enski boltinn

Eiður Smári verður ekki áfram hjá Fulham

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Eiður Smári Guðjohsen í leik með Fulham á móti Liverpool.
Eiður Smári Guðjohsen í leik með Fulham á móti Liverpool. Mynd/AP
Vefsíðan fótbolti.net greindi frá því í kvöld að landsliðsmaðurinn Eiður Smári Guðjohsen myndi ekki gera nýjan samning við Fulham samkvæmt mjög áreiðanlegum heimildum síðunnar.

Eiður Smári kom til Fulham í janúar eftir að hafa fengið fá tækifæri hjá Stoke. Hann vann sig inn í byrjunarliðið og átti marga góða leiki með liðinu í apríl.

Mark Hughes var stjóri Fulham þegar Eiður Smári kom og var hann með tilboð frá félaginu um að vera áfram á Craven Cottage á næsta tímabili. Hughes hætti hinsvegar skyndilega með liðið og Martin Jol tók við.

Eiður Smári getur farið frítt til annars félags í sumar eða þegar samningur hans við Stoke rennur út.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×