Enski boltinn

Aston Villa í viðræður við Alex McLeish

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Alex McLeish.
Alex McLeish. Mynd/Nordic Photos/Getty
Forráðamenn Aston Villa ætla að fara í viðræður við Alex McLeish um að hann setjist í stjórastól félagsins á næsta tímabil. McLeish sagði upp störfum hjá nágrannaliðinu Birmingham á dögunum en Skotinn á reyndar eftir að ganga frá starfslokum sínum þar.

Stuðningsmenn Aston Villa hafa mótmælt því harðlega að McLeish verði ráðinn en stjórn Aston Villa svaraði því með að gefa það út að það skipti engu máli að McLeish hafi áður stýrt erkifjendunum í Birmingham.

Aston Villa er að leita að eftirmanni Gerard Houllier sem varð að hætta störfum vegna veikinda eftir að hafa verið aðeins níu mánuði í starfi. Gary McAllister leysti Houllier af í vetur en ameríski eigandinn Randy Lerner ætlar að leita annað að næsta stjóra félagsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×