Enski boltinn

Man Utd mætir WBA í fyrstu umferð á næsta tímabili

Sir Alex Ferguson mætir með lið sitt á útivöll gegn WBA í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar.
Sir Alex Ferguson mætir með lið sitt á útivöll gegn WBA í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Nordic Photos/Getty Images
Enska úrvalsdeildin hefst að nýju þann 13. ágúst og meistaralið Manchester United fær mótherja í fyrstu umferðunum. Man Utd mætir WBA á útivelli í fyrstu umferð laugardaginn 13. ágúst en mætir síðan Tottenham, Arsenal og Chelsea í fyrstu fimm umferðunum. Chelsea mætir Stoke á útivelli í fyrstu umferð og Liverpool leikur gegn Sunderland á Anfield. Það verður Íslendingaslagur strax í fyrstu umferð þar sem að Heiðar Helguson og félagar úr QPR mæta Bolton sem Grétar Rafn Steinsson leikur með.

Fyrsta umferðin lítur þannig út.

Blackburn - Wolverhampton Wanderers

Fulham - Aston Villa

Liverpool – Sunderland

Manchester City – Swansea

Newcastle – Arsenal

QPR – Bolton

Stoke – Chelsea

Tottenham – Everton

WBA - Manchester United

Wigan - Norwich

Leikjadagskráin er hér í heild sinni:




Fleiri fréttir

Sjá meira


×