Enski boltinn

Demba Ba kominn til Newcastle

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Demba Ba í baráttu við Nemanja Vidic
Demba Ba í baráttu við Nemanja Vidic Mynd/Nordic Photos/Getty
Framherjinn Demba Ba hefur gengið til liðs við Newcastle. Senegalinn sem er 26 ára skrifaði undir þriggja ára samning við félagið. Hann var á mála hjá West Ham á síðasta tímabili en var laus allra mála hjá félaginu.

Ba segist spenntur fyrir leikmannahóp Newcastle. Bæði hafi verið góðir leikmenn fyrir í hópnum og þá hafi Yohan Cabaye bæst í hópinn í vikunni.

„Newcastle er stórt félag. Það er ástæðan fyrir því að ég er kominn hingað. Ég hef aldrei spilað á vellinum og er mjög spenntur. Þegar ég gekk til liðs við West Ham voru þeir nýbúnir að spila hérna. Ég get ekki beðið eftir því að spila á vellinum,“ sagði Ba við Sky fréttastofuna.

Demba Ba skoraði sjö mörk í þrettán leikjum fyrir West Ham á síðasta tímabili. Hann kom til Lundúnarliðsins frá Hoffenheim í Þýskalandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×