Enski boltinn

Barcelona búið að ræða við Arsenal um Fabregas

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Síðasta leiktíð hjá Arsenal var titlalaus líkt og árin á undan
Síðasta leiktíð hjá Arsenal var titlalaus líkt og árin á undan Mynd/Getty
Peter Hill-Wood stjórnarformaður enska úrvalsdeildarliðsins í knattspyrnu segir Barcelona hafa spurst fyrir um Cesc Fabregas. Ekkert boð hafi þó borist í kappann.

Möguleg félagaskipti Fabregas til uppeldisfélags síns eru orðin að sögunni endalausu. Hann hefur mörgum sinnum líst yfir áhuga á að spila með Barcelona en um leið sagst líða vel hjá Lundúnarliðinu.

„Það er rétt að þeir hafa rætt við okkur um Cesc. Fram að þessu hafa þeir þó ekki lagt fram boð í hann og við höfum engann áhuga á að selja hann,“ sagði Hill-Wood við breska fjölmiðla.

„Hann kemur frá Barcelona þannig að það er skiljanlegt að hann vilji fara aftur þangað. En ekkert boð hefur borist hingað til,“ bætti Hill-Wood við.

Barcelona hefur þrálátlega verið orðað við kaup á Alexis Sanchez frá Udinese undanfarnar vikur. Þá hefur umboðsmaður Guiseppe Rossi fullyrt að Villareal hafi hafnað 27 milljóna evra tilboði í ítalska sóknarmanninn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×