Enski boltinn

Barcelona vill ekki greiða 35 milljónir punda fyrir Fabregas

Cesc Fabregas fyrirliði Arsenal er heitasta fréttaefnið á Englandi þessa dagana.
Cesc Fabregas fyrirliði Arsenal er heitasta fréttaefnið á Englandi þessa dagana. Nordic Photos/Getty Images
Sandro Rosell forseti Evrópu og Spánarmeistaraliðs Barcelona segir að félagið vilji ekki greiða um 35 milljón pund fyrir Cesc Fabregas leikmann Arsenal – eða 6,5 milljarða kr. Rosell segir hinsvegar að spænski miðjumaðurinn muni gera allt sem hann getur til þess að komast til Barcelona í sumar.

Fabregas hóf feril sinn í herbúðum Barcelona en hann fór til Arsenal aðeins 16 ára gamall. Fabregas er fyrirliði Arsenal og Peter Hill-Wood stjórnarformaður Arsenal sagði í gær að Barcelona hafi sett sig í samband við enska félagið og óskað eftir viðræðum um Fabregas. Þetta er sama ferli og fór af stað í fyrrasumar þegar Arsenal hafnaði tvívegis tilboðum frá Barcelona í Fabregas.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×