Enski boltinn

Bebe lánaður til Besiktas

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Bebe ásamt Chicharito og Anderson
Bebe ásamt Chicharito og Anderson Mynd/Nordic Photos/Getty
Portúgalski knattspyrnumaðurinn Bebe sem er á mála hjá Manchester United hefur verið lánaður til tyrkneska félagsins Besiktas. Bebe fékk fá tækifæri með aðalliði United á síðasta tímabili.

Mikla athygli vakti þegar Bebe var keyptur til United frá portúgalska liðinu Vitoria de Guimaraes á 7.4 milljónir punda. Sir Alex Ferguson hafði aldrei séð kappann spila, ekki einu sinni í sjónvarpi, en treysti á ráðleggingar fyrrum aðstoðarmanns síns Carlos Queiroz.

Bebe, sem verður 21 árs í sumar, spilaði aðeins sjö leiki með aðalliði félagsins á síðasta tímabili og skoraði í þeim tvö mörk.

Bebe ólst upp á munaðarleysingjahæli sem hefur vakið mikla athygli fjölmiðla. Svo mikla að fullyrt hefur verið að hann hafi spilað með Portúgal á heimsmeistaramóti heimilislausra. Það á þó ekki við rök að styðjast.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×