Fleiri fréttir

Serbarnir áfram hjá Blikum

Breiðablik hefur samið við þá þrjá serbnesku leikmenn sem eru í þeirra herbúðum til næstu tveggja ára.

Grindavík á toppinn í 1. deild

Grindvíkingar skelltu sér á toppinn í 1. deild karla í knattspyrnu í kvöld með því að bursta Fylki 5-2 á heimavelli sínum. Heimamenn voru mun sterkari í leiknum en lentu undir 1-0 snemma leiks.

Margrét Lára valin best

Margrét Lára Viðarsdóttir, leikmaður Vals, var í dag valin besti leikmaður 13.-18. umferða Landsbankadeildar kvenna.

Leiknir vann Stjörnuna

Leiknir úr Breiðholti vann Stjörnuna 2-1 á heimavelli sínum í kvöld. Með sigrinum hefur Leiknir bjargað sér frá falli úr 1. deild en liðið er nú í sjötta sæti deildarinnar. Vigfús Arnar Jósepsson og Einar Örn Einarsson skoruðu mörk liðsins.

Björn Bergmann: Aldurinn skiptir ekki máli

Björn Bergmann Sigurðarson skoraði bæði mörk ÍA gegn Vals í gærkvöld og þar með sín fyrstu mörk á Íslandsmótinu. Björn er einungis sextán ára gamall.

Ekki færri áhorfendur síðan í maí

Sextánda umferð Landsbankadeildar karla er sú næst minnst sótta af áhorfendum hingað til. Aðeins þriðja umferðin sem fór fram þann 24. maí fékk færri áhorfendur.

Norður-Írarnir sektaðir fyrir slagsmálin á Íslandi

Keith Gillespie og George McCartney hafa verið sektaðir af knattspyrnusambandi Norður-Írlands fyrir slagsmál í flugvél Icelandair við Leifsstöð. Þeir sluppu þó við leikbann enda á Norður-Írland erfiða leiki framundan.

Guðjón: Við fengum spjöldin

Guðjón Þórðarson, þjálfari ÍA, segir að ef einhver ætti að vera þakklátur fyrir störf dómarans sé það Willum Þór Þórsson þjálfari Vals. Willum sagði að Guðjón hefði tekið Kristinn Jakobsson úr jafnvægi í fyrri hálfleik.

Willum: Guðjón tók dómarann úr jafnvægi

Willum Þór Þórsson var að vonum ekki sáttur eftir leikinn gegn ÍA enda var Valsliðið að misnota enn eitt tækifærið til að komast á toppinn. Hann segir að þjálfari Skagamanna, Guðjón Þórðarson, hafi tekið dómarann úr jafnvægi í leiknum.

Bjarni: Góð úrslit fyrir okkur

„Það verða að teljast góð úrslit fyrir okkur að koma hingað og spila við Val með þennan hóp sem þeir hafa og ná stigi," sagði Bjarni Guðjónsson, fyrirliði Skagamanna, við Vísi eftir 2-2 jafnteflið gegn Valsmönnum í kvöld.

FH á toppnum í 60 umferðir

Eftir jafntefli Vals og ÍA í kvöld er ljóst að Íslandsmeistarar FH halda toppsæti Landsbankadeildar karla enn um sinn. FH hefur verið samfleytt á toppnum í sextíu umferðir.

Valsmönnum mistókst að koma sér á toppinn

Valur og ÍA skildu jöfn í lokaleik 16. umferðar á Laugardalsvelli í kvöld. Leiknum lyktaði með 2-2 jafntefli. Þar með er ljóst að FH heldur toppsætinu í deildinni en toppliðin tvö mætast um næstu helgi.

Valsstúlkur komnar með bikarinn

Valur vann Þór/KA á Valbjarnarvelli í kvöld 10-0 í lokaumferð Landsbankadeildar kvenna. Eftir leikinn fengu Valsstúlkur Íslandsmeistarabikarinn í hendurnar. Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði þrennu og skoraði hún því alls 38 mörk í sumar sem er met.

U17 landslið kvenna vann stórsigur

Stelpurnar í U17 kvenna byrjuðu riðlakeppni Evrópumótsins af miklum krafti og lögðu Letta örugglega í fyrsta leik sínum. Lokatölur urðu 7-1 eftir að staðan í hálfleik hafði verið 5-0. Berglind Björg Þorvaldsdóttir gerði fimm mörk í leiknum.

Tekur atvinnuleysið fram yfir FH

Danski framherjinn Allan Dyring hefur samið um starfslok við knattspyrnudeild FH. Hann staðfesti það í samtali við Vísi og hefur hug á því að leika áfram á Íslandi.

Stefán: Eyjólfur velur mig ekki

Stefán Gíslason telur litlar líkur á því að hann fái aftur tækifæri með íslenska landsliðinu í knattspyrnu á næstunni. Hann telur ólíklegt að Eyjólfur Sverrisson landsliðsþjálfari muni velja sig í hópinn fyrir verkefnin sem eru framundan.

Hitað upp fyrir stórslag Vals og ÍA

Valur og ÍA eigast við á Laugardalsvellinum í kvöld í lokaleik 16. umferðar Landsbankadeildar karla. Með sigri kemst Valur á topp deildarinnar þar sem FH tapaði í gær fyrir Breiðabliki.

102.445 hafa komið á völlinn í sumar

Langþráð markmið KSÍ náðist í gær er hinn frægi 100 þúsund manna múr var rofinn. Samtals hafa 102.445 áhorfendur mætt á þá 79 leiki sem lokið er í sumar.

Íslandsmeistararnir lágu á Kópavogsvelli

Breiðablik setti toppbaráttuna í Landsbankadeild karla upp í loft í dag þegar liðið vann 4-3 sigur á FH í æsilegum leik á Kópavogsvelli. Heimamenn komust í 4-1 í leiknum en Íslandsmeistararnir gáfust ekki upp og skoruðu tvö síðustu mörkin.

Mikilvægur sigur hjá KR

KR-ingar unnu í dag mikilvægan 3-2 sigur á HK í botnbaráttunni í Landsbankadeild karla. Sigur KR var verðskuldaður í kuldanum í vesturbænum og þar á bæ er útlitið örlítið bjartara fyrir vikið.

KR-ingar hafa yfir gegn HK í hálfleik

Nú er kominn hálfleikur í leikjunum fjórum sem standa yfir í Landsbankadeild karla í knattspyrnu. KR-ingar hafa yfir 2-1 gegn HK í vesturbænum í botnbaráttuleiknum. Grétar Ólafur Hjartarson kom KR yfir á 17 mínútu leiksins en Hörður Magnússon jafnaði með glæsilegu þrumuskoti utan teigs á sömu mínútunni. Það var svo Sigmundur Kristjánsson sem kom KR aftur yfir þegar hann skoraði skömmu áður en flautað var í te.

Milan slapp með skrekkinn

Einn leikur fór fram í ítölsku A-deildinni í dag. Siena náði þá nokkuð óvænt 1-1 jafntefli gegn stórliði Milan á hemavelli sínum. Massimo Maccarone kom heimamönnum yfir í fyrri hálfleik en varnarmaðurinn Alessandro Nesta jafnaði fyrir Milan í uppbótartíma. Ancelotti þjálfari hvíldi lykilmenn á borð við Kaka í leiknum og það var nálægt því að kosta liðið tap í dag.

Fjölnir lagði Þrótt í uppgjöri toppliðanna

Fjölnismenn héldu í dag áfram ótrúlegri sigurgöngu sinni í 1. deild karla í knattspyrnu þegar liðið lagði topplið Þróttar að velli 3-1. Þrótti nægði jafntefli í dag til að tryggja sér sigur í deildinni en nú munar tveimur stigum á liðunum fyrir lokaumferðina. Grindvíkingar eru í þriðja sæti deildarinnar, þremur á eftir Þrótti, en leik liðsins gegn ÍBV í dag var frestað til morguns vegna veðurs.

Tindastóll upp í 2. deild

Tindastóll frá Sauðárkróki leikur í 2. deild að ári. Liðið tapaði á útivelli fyrir BÍ/Bolungarvík í dag í seinni úrslitaleik um að komast upp úr 3. deild. Leikurinn fór 2-1 en þar sem Tindastóll vann heimaleikinn 3-0 kemst liðið upp.

Ásgeirs minnst í næstu umferð

Einnar mínútu þögn verður fyrir alla leiki helgarinnar á Íslandsmótinu í knattspyrnu til minningar um Ásgeir Elíasson, fyrrum landsliðsþjálfara, sem lést á sunnudaginn. Mínútu þögn til minningar um Ásgeir var einnig á leikjunum í Landsbankadeild kvenna í gærkvöldi - líkt og á landsleik Íslendinga og Norður-Íra á dögunum.

Margrét Lára: Mættum óhræddar

Margrét Lára Viðarsdóttir setti í kvöld nýtt markamet í efstu deild kvenna. Þegar ein umferð er eftir hefur hún skorað 35 mörk. Fyrra metið á hún sjálf og er frá því í fyrra þegar hún skoraði 33 mörk. Hún skoraði tvö mörk í 4-2 sigri Vals á KR í Vesturbæ.

Kvennalið ÍR fallið

Næstsíðasta umferð Landsbankadeildar kvenna fór fram í kvöld. Ljóst er að það verður ÍR sem fellur aftur niður í 1. deild eftir árs veru í efstu deild. Breiðholtsstelpur léku gegn Þór/KA á Akureyri og vann heimaliðið öruggan 5-1 sigur.

Titillinn á leið á Hlíðarenda

Valsstúlkur eiga Íslandsmeistaratitilinn í kvennaflokki vísan eftir að hafa unnið KR 4-2 á útivelli í dag. Leikurinn var úrslitaleikur um titilinn og var hann fjörugur og skemmtilegur. Ein umferð er eftir af Landsbankadeild kvenna 2007.

Valur yfir í hálfleik

Valsstúlkur eru með forystuna á KR-vellinum en þar er hálfleikur. Staðan er 2-1 en það var Margrét Lára Viðarsdóttir sem kom Valsliðinu yfir. Valsstúlkur hafa verið mun betri í leiknum en um er að ræða úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í kvennaflokki.

Staðan 1-1 í Vesturbænum

Staðan í toppslag KR og Vals í Landsbankadeild kvenna er 1-1 nú þegar 25 mínútur eru liðnar af leiknum. Hrefna Jóhannesdóttir kom KR yfir en Katrín Jónsdóttir jafnaði fyrir Val. Þrír leikir hefjast klukkan 17:30.

Tileinkum Ásgeiri sigurinn

Eiður Smári Guðjohnsen sagði að sigur Íslands á Norður-Írlandi í gær hafi verið tileinkaður Ásgeiri Elíassyni sem lést á sunnudaginn síðastliðinn. Landsliðsmennirnir báru sorgarband af því tilefni í leiknum í gær.

Eiður Smári: Sigurinn tileinkaður Ásgeiri

Eiður Smári Guðjohnsen byrjaði á bekknum gegn Norður-Írum en kom inn sem varamaður þegar tæpar tíu mínútur voru liðnar af seinni hálfleik. Hann var í baráttunni í teignum þegar Norður-Írar settu boltann í eigið mark á 89. mínútu leiksins.

Ragnar: Ljótur en sætur sigur

Ragnar Sigurðsson, varnarmaður íslenska landsliðsins, segir að sigurinn hafi kannski ekki verið fallegur en þó mjög sætur. „Ég held að það sé hægt að segja að þetta hafi verið ljótur sigur," sagði Ragnar við Vísi eftir leikinn.

Ármann Smári: Furðuleg tilfinning

Eyjólfur Sverrisson landsliðsþjálfari gerði eina breytingu á byrjunarliði íslenska landsliðsins frá síðasta leik. Hinn stóri og stæðilegi Ármann Smári Björnsson kom inn í sóknina við hlið Gunnars Heiðars Þorvaldssonar.

Ísland vann Norður-Írland

Ísland vann glæsilegan 2-1 sigur gegn Norður-Írlandi. Ármann Smári kom Íslandi yfir en gestirnir jöfnuðu. Sigurmarkið kom síðan á 89. mínútu en það var sjálfsmark gestana.

Ármann Smári inn fyrir Jóhannes

Búið er að tilkynna byrjunarlið íslenska landsliðsins sem mætir Norður-Írlandi nú klukkan 18:05 á Laugardalsvelli. Eyjólfur Sverrisson gerir eina breytingu á byrjunarliðinu, Ármann Smári Björnsson kemur inn fyrir Jóhannes Karl Guðjónsson sem er í leikbanni.

Þórður úr leik hjá Skagamönnum

Skagamenn hafa orðið fyrir miklu áfalli í Landsbankadeild karla. Þórður Guðjónsson er með rifinn vöðva í læri og leikur tæplega meira með liðinu það sem eftir lifi leiktíðar. Þórður fékk högg á lærið í leik um daginn og tóku þau sig aftur upp á æfingu í fyrradag.

Afturelding jafnaði í lokin

Sautjándu og næstsíðustu umferð 2. deildar karla lauk í kvöld þegar ÍR og Afturelding áttust við í Breiðholtinu. Heimamenn komust tveimur mörkum yfir í leiknum en gestirnir náðu að jafna og úrslitin 2-2.

Jafntefli á Akranesi

Íslenska U21 landsliðið er með tvö stig að loknum þremur leikjum í riðli sínum í undankeppni Evrópumótsins. Íslenska liðið gerði í kvöld markalaust jafntefli gegn Belgíu en leikið var á Akranesvelli.

Atli og Heimir leika ekki gegn FH

Knattspyrnudeild FH hefur ákveðið að gerður samningur milli FH og Fjölnis skuli standa. Því munu þeir Atli Viðar Björnsson og Heimir Snær Guðmundsson ekki leika með Fjölni gegn FH í úrslitaleik VISA bikarkeppninnar.

Annar sigur U19 liðsins á Skotum

Íslenska U19 landsliðið spilaði í dag annan æfingaleik sinn gegn skoska U19 landsliðinu. Ísland vann 1-0 sigur en eina mark leiksins skoraði Gylfi Þór Sigurðsson, leikmaður hjá unglingaliði Reading í Englandi.

Sjá næstu 50 fréttir