Íslenski boltinn

Fjölnir lagði Þrótt í uppgjöri toppliðanna

Tveir leikmenn fengu að líta rauð spjöld í toppslaginum í dag
Tveir leikmenn fengu að líta rauð spjöld í toppslaginum í dag Mynd/Pjetur

Fjölnismenn héldu í dag áfram ótrúlegri sigurgöngu sinni í 1. deild karla í knattspyrnu þegar liðið lagði topplið Þróttar að velli 3-1. Þrótti nægði jafntefli í dag til að tryggja sér sigur í deildinni en nú munar tveimur stigum á liðunum fyrir lokaumferðina. Grindvíkingar eru í þriðja sæti deildarinnar, þremur á eftir Þrótti, en leik liðsins gegn ÍBV í dag var frestað til morguns vegna veðurs.

Úrslitin í dag:

Stjarnan 2 - KA 0

Fjarðabyggð 1 - Víkingur Ó. 0

Reynir 1- Njarðvík 1

Fjölnir 3 - Þróttur 1




Fleiri fréttir

Sjá meira


×