Íslenski boltinn

Serbarnir áfram hjá Blikum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nenad Petrovic í leik gegn FH.
Nenad Petrovic í leik gegn FH. Mynd/Vilhelm

Breiðablik hefur samið við þá þrjá serbnesku leikmenn sem eru í þeirra herbúðum til næstu tveggja ára.

Srdjan Gasic, Nenad Petrovic og Nenad Zivanovic hafa allir átt gott tímabil með Breiðabliki.

Gasic hefur leikið alla sextán leiki Breiðabliks til þessa og hefur staðið vaktina í vörninni afar vel.

Petrovic er lykilmaður á miðju liðsins og hefur skorað eitt mark til þessa á tímabilinu.

Zivanovic hefur komið við sögu í öllum leikjum liðsins í deildinni til þessa og skorað fjögur mörk, síðast í 4-3 sigri Breiðabliks á Íslandsmeisturum FH.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×