Fleiri fréttir

Textalýsing: Ísland - Spánn

Ísland og Spánn gerðu 1-1 jafntefli á Laugardalsvelli. Emil Hallfreðsson kom Íslandi yfir á 40. mínútu en Iniesta jafnaði á 86. mínútu. Spánverjar léku einum færri frá 20. mínútu að Xabi Alonso fékk að líta rauða spjaldið. Bein textalýsing var frá leiknum.

Eiður ekki í hópnum

Eiður Smári Guðjohnsen er ekki í átján manna leikmannahópi Íslands fyrir leikinn gegn Spáni sem hefst klukkan 20:00. Af tuttugu manna leikmannahópi íslenska liðsins eru Eiður Smári og Ásgeir Gunnar Ásgeirsson, leikmaður FH sem ekki komast í lokahópinn.

U19 landsliðið vann Skotland

Íslenska U19 landsliðið lék í dag fyrri vináttulandsleik sinn gegn skoska U19 landsliðinu. Leikið var á Sparisjóðsvellinum í sandgerði og vann íslenska liðið öruggan 3-0 sigur.

Víðir vann 3. deildina

Knattspyrnufélagið Víðir úr Garði er sigurvegari í 3. deild karla 2007. Úrslitaleikur deildarinnar fór fram í dag á Njarðvíkurvelli en þar mættust Víðir og Grótta. Leikar enduðu 2-0 fyrir Víðismönnum sem eru því Íslandsmeistarar 3. deildar.

Guðjón: Það vantar aga kringum landsliðið

Guðjón Þórðarson, fyrrverandi landsliðsþjálfari og núverandi þjálfari ÍA, var í hádegisviðtalinu á Stöð 2 í dag. Viðtalið er mjög athyglisvert en þar ræðir Guðjón um stöðu íslenska landsliðsins í dag og leik kvöldsins gegn Spánverjum.

Byrjunarlið Íslands í kvöld

Eyjólfur Sverrisson, þjálfari A-landsliðs karla, hefur tilkynnt byrjunarlið Íslands fyrir kvöldið. Þrjár breytingar eru á byrjunarliðinu frá vináttulandsleiknum gegn Kanada.

Fólk hvatt til að mæta tímanlega

Áhorfendur á leik Íslands og Spánar eru hvattir til að mæta vel tímanlega á leikinn í kvöld til að forðast biðraðir og til að hita upp fyrir leikinn. Ýmislegt verður á boðstólnum fyrir áhorfendur í Laugardal fyrir leikinn.

Gagnrýnin hér á landi er dropi í hafið

Eiður Smári Guðjohnsen mun byrja leikinn gegn Spáni á varamannabekknum. Hann tjáði sig við íslenska blaðamenn í dag og talaði þar meðal annars um utanaðkomandi gagnrýni á landsliðið.

Stefnum á að sækja hratt

Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari Íslands, sagði í viðtali á Stöð 2 í kvöld að liðið ætli að spila öflugan varnarleik og sækja hratt á Spánverja í leiknum á morgun. Hann segir að andinn í íslenska hópnum sé mjög góður.

Mikilvægur sigur Þórs/KA í Garðabæ

Fjórir leikir fóru fram í Landsbankadeild kvenna í kvöld. Toppliðin tvö í deildinni, Valur og KR, unnu bæði leiki sína þar sem markadrottningarnar Margrét Lára Viðarsdóttir og Olga Færseth voru á skotskónum. Þór/KA vann mikilvægan sigur í botnbaráttunni.

Jafntefli í Slóvakíu

Íslenska U21 landsliðið gerði í kvöld 2-2 jafntefli við Slóvakíu en leikið var ytra. Bjarni Þór Viðarsson skoraði fyrra mark Íslands úr vítaspyrnu en Theodór Elmar Bjarnason, leikmaður skoska liðsins Glasgow Celtic, skoraði það síðara og jafnaði í 2-2.

Heil umferð í Landsbankadeild kvenna

Núna klukkan 18:00 verður flautað til leiks í 16. umferð Landsbankadeildar kvenna. Tveir leikir verða í Reykjavík, einn í Garðabæ og einn í Keflavík. Topplið Vals tekur á móti Fylki á Valbjarnarvelli á meðan KR-stúlkur heimsækja botnlið ÍR.

Króatarnir áfram hjá ÍA

Sagt er frá því á heimasíðu knattspyrnudeildar ÍA að félagið hafi gert nýja samninga við króatísku leikmennina tvo sem leikið hafa með liðinu í sumar. Dario Cingel og Vejkoslav Svadumovic skrifuðu undir samninga til tveggja ára en þeir hafa spilað stórt hlutverk á Skaganum.

Afturelding og HK/Víkingur upp

Afturelding og HK/Víkingur tryggðu sér í kvöld sæti í Landsbankadeild kvenna á næstu leiktíð. Seinni leikir í undanúrslitum 1. deildar fóru þá fram. Afturelding vann Völsung á Húsavíkurvelli og HK/Víkingur burstaði Hött.

Magnús og Guðjón fá ávítur frá KSÍ

Magnús Gylfason þjálfari Víkings og Guðjón Þórðarson þjálfari ÍA, í Landsbankadeild karla fengu í dag ávítur frá aganefnd KSÍ og voru félög þeirra sektuð um 10 þúsund krónur vegna ummæla þeirra í garð dómara eftir leiki í 14. umferð deildarinnar. Þá fengu þeir Ólafur Kristjánsson þjálfari Keflavíkur og Leifur Garðarsson þjálfari Fylkis áminningu vegna ummæla sinna við sama tækifæri.

Margrét Lára langmarkahæst

Margrét Lára Viðarsdóttir er langmarkahæsti leikmaðurinn í Landsbankadeild kvenna. Margrét hefur skorað þrjátíu mörk í deildinni í þeim þrettán leikjum sem Valur hefur leikið en í kvöld gerði hún fjögur þegar Valur vann 11-0 útisigur á Fjölni.

Fylkir sendi ÍR í botnsætið

Tveir leikir fóru fram í Landsbankadeild kvenna í kvöld. Fylkir og ÍR áttust við í sannkölluðum botnbaráttuslag þar sem Fylkir vann 4-1 sigur. Með þessum úrslitum datt ÍR í botnsætið en aðeins eitt lið fellur úr deildinni.

Grótta og Víðir í úrslitin

Ljóst er að það verða Grótta og Víðir sem munu mætast í úrslitaleiknum um sigurinn í 3. deild karla. Bæði lið hafa þegar tryggt sér sæti í 2. deild á næstu leiktíð. Seinni leikir undanúrslitana fóru fram í kvöld.

Tveir úr FH dæmdir í bann

Danirnir Tommy Nielsen og Dennis Siim verða ekki með Íslandsmeistaraliði FH þegar það heimsækir Breiðablik sunnudaginn 16. september. Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ fundaði í dag og fengu þeir báðir leikbann vegna uppsafnaðra áminninga.

Helgi og Brynjar ekki með gegn Spáni

Tveir leikmenn hafa þurft að draga sig út úr íslenska landsliðshópnum fyrir landsleikinn gegn Spáni vegna meiðsla. Leikmennirnir eru Brynjar Björn Gunnarsson, Reading og Helgi Sigurðsson úr Val.

Kærum okkur ekki um neina forgjöf

"Það liggur ljóst fyrir í samningnum sem gerður var milli félaganna að lánsmenn FH mega ekki spila gegn félaginu sínu í bikarkeppninni og það er klárt, en það getur vel verið að við tökum aðra ákvörðun þegar nær dregur," sagði Pétur Stephensen, framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar FH í samtali við Vísi í dag þegar hann var spurður hvort FH-ingarnir þrír sem leika sem lánsmenn hjá Fjölni fengju að spila úrslitaleikinn í Visa-bikarnum gegn FH.

Fjölnir í úrslitaleikinn

Fjölnismenn eru komnir í úrslitaleik VISA-bikarsins eftir að hafa unnið Fylki 2-1 í framlengdum undanúrslitaleik. Sigurmarkið skoraði Atli Viðar Björnsson á 112. mínútu. Leikurinn var bráðfjörugur og úrslitin óvænt.

Hetja Fjölnis fær ekki að spila gegn FH

Komin er upp ansi sérstök staða nú þegar ljóst er að Fjölnir leikur við FH í úrslitaleik VISA-bikarsins. Þrír leikmenn Fjölnis sem leikið hafa stórt hlutverk með liðinu í sumar eru samningsbundnir FH en í láni hjá Fjölni og fái ekki að leika í úrslitaleiknum.

Atli Viðar búinn að koma Fjölni yfir

Sóknarmaðurinn Atli Viðar Björnsson hefur skorað fyrir Fjölni á 112. mínútu. Grafarvogsliðið hefur því tekið forystuna gegn Fylki í þessum undanúrslitaleik VISA-bikarsins en staðan er 2-1 þegar framlengingin er að klárast.

Framlengt í Laugardal

Líkt og í viðureigninni í gær þá verður framlengt í leik Fylkis og Fjölnis. Staðan að loknum venjulegum leiktíma er 1-1. Albert Brynjar Ingason kom Fylki yfir í fyrri hálfleik en Gunnar Már Guðmundsson jafnaði með marki úr vítaspyrnu á 55. mínútu.

Gunnar Már hefur jafnað

Staðan er orðin jöfn 1-1 í leik Fylkis og Fjölnis á Laugardalsvelli. Þegar um tíu mínútur voru liðnar af seinni hálfleiknum náði Gunnar Már Guðmundsson að jafna fyrir Fjölni með marki úr vítaspyrnu.

Albert kom Fylki yfir

Hálfleikur er í undanúrslitaleik Fylkis og Fjölnis í VISA-bikar karla. Staðan er 1-0 fyrir Fylkismönnum en markið skoraði Albert Brynjar Ingason nokkrum mínútum fyrir hlé. Albert hefur átt góðan leik og verið ógnandi í fremstu víglínu.

Öruggir sigrar Breiðabliks og KR

Tveir leikir voru í Landsbankadeild kvenna í kvöld. KR komst í efsta sæti deildarinnar með því að vinna Stjörnuna 4-0 og Breiðablik styrkti stöðu sína í þriðja sætinu með því að vinna Keflavík 4-1.

Nær Fjölnir að brjóta blað?

Í kvöld mun það ráðast hvort Fylkismenn eða Fjölnismenn verða mótherjar FH-inga í úrslitaleik VISA-bikars karla. FH komst í úrslitaleikinn með því að leggja Breiðablik að velli í gær en hinn undanúrslitaleikurinn verður í kvöld á Laugardalsvelli og hefst hann klukkan 20:00.

Vanmetum ekki Fjölni

"Þessi leikur leggst vel í mig eins og allir leikir. Við gerum þá kröfu á sjálfa okkur að klára þennan leik eins og alla leiki sem við förum í og við berum mikla virðingu fyrir liði Fjölnis," sagði Leifur Garðarsson í samtali við Vísi í kvöld, en hans menn í Fylki mæta þá Fjölni í undanúrslitaleik Visa-bikarsins. Sigurvegarinn í kvöld mætir FH í úrslitum.

Áhorfendametið slegið

Áhorfendametið í Landsbankadeild karla í knattspyrnu féll í gær þegar 1018 áhorfendur sáu Valsmenn vinna öruggan 5-1 sigur á Víkingi. Alls hafa 98.412 manns mætt á leikina í Landsbankadeildinni í sumar, en eldra metið var 98.026 manns og var það sett í fyrra. Því er nokkuð ljóst að farið verður yfir 100.000 manna múrinn í næstu umferð deildarinnar sem hefst þann 16. september.

Vorum betri

Tryggvi Guðmundsson átti enn einn stórleikinn fyrir FH í gær, skoraði mark og lagði upp annað. „Við áttum að klára þetta fyrr og ég var orðinn pirraður að fá aldrei boltann. Við gáfumst samt ekki upp, vorum töluvert betri og áttum sigurinn svo sannarlega skilinn," sagði Tryggvi brosmildur.

Helgi ekki meira með?

Óvíst er hvort Helgi Sigurðsson geti tekið þátt í lokaspretti Landsbankadeildarinnar en hann varð fyrir meiðslum í leik Víkings og Vals í gær. Helgi tognaði á læri og varð að fara af velli á 20. mínútu og er alls óvíst hversu lengi hann verður að jafna sig.

Beierholm farinn frá Fylki

Knattspyrnudeild Fylkis og Daninn Mads Beierholm komust að samkomulagi um að rifta samningi leikmannsins áður en leikmannaglugginn lokaði. Var samningi rift að ósk leikmannsins að því er fram kemur á heimasíðu Fylkis.

Tvennan er í augsýn hjá FH-ingum

Íslandsmeistarar FH tryggðu sér sæti í úrslitum VISA-bikarsins með frábærum sigri á Blikum, 3-1. FH fékk fjöldamörg tækifæri til að klára leikinn en það tókst ekki fyrr en í framlengingu. Þá var aðeins eitt lið á vellinum. Leikurinn var frábær skemmtum og

Valsmenn skutu Víkinga á bólakaf í Víkinni

Valsmenn hanga ennþá í skottinu á Íslandsmeisturum FH. Líkurnar á að innbyrðis viðureign liðanna í 17. umferð deildarinnar muni ráða úrslitum hafa því aukist enn frekar og fari svo að Valsmenn vinni þann leik er allt eins líklegt að markatalan muni hafa allt að segja. Þar standa þeir rauðklæddu betur eftir stórsigurinn í gær, með 18 mörk í plús gegn 17 mörkum FH.

Valsmenn gefa FH-ingum ekki þumlung eftir

Valsmenn unnu í kvöld 5-1 sigur á slökum Víkingum í Landsbankadeild karla. Þeir eru því komnir með betri markatölu en FH-ingar og aðeins þrem stigum á eftir Íslandsmeisturunum úr Hafnarfirði. Að sama skapi eru Víkingar í miklum vandræðum í botnbaráttunni því aðeins munar tveim stigum á þeim og KR-ingum sem eru í neðsta sætinu.

FH í úrslit eftir sigur í framlengingu

FH-ingar eru komnir í úrslit bikarkeppni karla eftir 3-1 sigur á Breiðablik á Laugardalsvelli í dag. Leikurinn þurfti að fara í framlengingu því staðan var 1-1 eftir 90 mínútur. Í framlengingunni tóku FH-ingar öll völd og skoruðu Tryggvi Guðmundsson og Atli Guðnason sitt markið hvor í sitt hvorum hálfleik framlengingarinnar. Áður höfðu Ásgeir Gunnar Ásgeirsson skorað fyrir FH og Prince Rajcomar fyrir Breiðablik.

Þrjú töp hjá FH í Dalnum á síðustu fjórum árum

Íslandsmeistarar FH-inga, sem eru með sex stiga forskot á toppi Landsbankadeildar karla, eru enn á ný mættir í bikarleik á Laugardalsvelli þar sem þeir hafa dottið út úr bikarnum þrisvar sinnum á síðustu fjórum árum. FH mætir Breiðabliki í fyrri undanúrslitaleik VISA-bikars karla og hefst leikurinn klukkan 16.00.

Sjá næstu 50 fréttir