Íslenski boltinn

Annar sigur U19 liðsins á Skotum

U19 landslið Íslands vann skoska U19 liðið samtals 4-0 í tveimur leikjum.
U19 landslið Íslands vann skoska U19 liðið samtals 4-0 í tveimur leikjum.

Íslenska U19 landsliðið spilaði í dag annan æfingaleik sinn gegn skoska U19 landsliðinu. Ísland vann 1-0 sigur en eina mark leiksins skoraði Gylfi Þór Sigurðsson, leikmaður hjá unglingaliði Reading í Englandi.

Leikurinn fór fram á Njarðvíkurvelli en ekki í Keflavík eins og upphaflega var áætlað. Liðin léku einnig á laugardag en þá vann íslenska liðið 3-0 sigur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×