Íslenski boltinn

FH á toppnum í 60 umferðir

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Stuðningsmenn FH hafa ekki hætt að brosa í rúm þrjú ár.
Stuðningsmenn FH hafa ekki hætt að brosa í rúm þrjú ár. Mynd/E. Stefán
Eftir jafntefli Vals og ÍA í kvöld er ljóst að Íslandsmeistarar FH halda toppsæti Landsbankadeildar karla enn um sinn. FH hefur verið samfleytt á toppnum í sextíu umferðir.

Þann 19. júlí 2004 vann FH lið Fylkis í elleftu umferð Landsbankadeildarinnar. Þar með hirtu FH-ingar toppsætið og hafa síðan þá ekki enn látið það af hendi.

Valsmenn hafa að vísu fengið þrjú tækifæri til að koma sér á toppinn í sumar en alltaf mistekist.

Liðin mætast í næstu umferð í leik sem hefur verið kallaður úrslitaleikur mótsins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×