Íslenski boltinn

Afturelding jafnaði í lokin

Sautjándu og næstsíðustu umferð 2. deildar karla lauk í kvöld þegar ÍR og Afturelding áttust við í Breiðholtinu. Heimamenn komust tveimur mörkum yfir í leiknum en gestirnir náðu að jafna og úrslitin 2-2.

Jöfnunarmark Aftureldingar kom fjórum mínútum fyrir leikslok og er mikið áfall fyrir ÍR-inga. Líkurnar á því að þeir komist upp minnkuðu til mikilla muna fyrst þeir náðu ekki sigri í kvöld. Þeir mæta toppliði Hauka í lokaumferðinni á laugardag.

Björn Viðar Ásbjörnsson skoraði bæði mörk ÍR en Torfi Geir Hilmarsson og Gunnar Rafn Borgþórsson skoruðu fyrir Mosfellinga.

Lokaumferðin á laugardag

14:00 Höttur - Sindri

14:00 KS/Leiftur - Völsungur

14:00 Afturelding - ÍH

14:00 Haukar - ÍR

14:00 Magni - Selfoss

Staðan fyrir lokaumferðina (markatala):

1. Haukar (+30) 41 stig

2. Selfoss (+19) 33 stig

3. KS/Leiftur (+16) 33 stig

4. ÍR (+21) 31 stig

5. Afturelding (+5) 26 stig

6. Völsungur (-1) 23 stig

7. Höttur (-5) 20 stig

8. Magni (-26) 11 stig

9. ÍH (-17) 10 stig

10. Sindri (-42) 10 stig

Þrjú efstu liðin komast upp, neðsta liðið fellur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×