Íslenski boltinn

Valsmönnum mistókst að koma sér á toppinn

Elvar Geir Magnússon skrifar
Úr leik ÍA og Vals fyrr í sumar.
Úr leik ÍA og Vals fyrr í sumar. Mynd/Gísli Baldur

Valur og ÍA skildu jöfn í lokaleik 16. umferðar á Laugardalsvelli í kvöld. Leiknum lyktaði með 2-2 jafntefli. Þar með er ljóst að FH heldur toppsætinu í deildinni en toppliðin tvö mætast um næstu helgi.

Atli Sveinn Þórarinsson skoraði fyrsta markið á 29. mínútu. Páll Gísli Jónsson, markvörður ÍA, gerði slæm mistök sem Atli nýtti sér.

Björn Bergmann Sigurðarson jafnaði metin í 1-1 en markið kom á 65. mínútu leiksins. Hann skoraði eftir fyrirgjöf frá Andra Júlíussyni.

Skagamenn tóku svo forystuna á Laugardalsvell með marki Björns Bergmanns sem skoraði með skalla eftir sendingu Guðjóns Heiðars Sveinssonar.

Valsmenn neituðu að játa sig sigraða en Pálmi Rafn Pálmason jafnaði fyrir Val á 75. mínútu í 2-2. Helgi Sigurðsson átti skot sem markvörður ÍA varði en Pálmi fylgdi vel á eftir og skoraði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×