Íslenski boltinn

KR-ingar hafa yfir gegn HK í hálfleik

Grétar Hjartarson var á skotskónum hjá KR í fyrri hálfleik
Grétar Hjartarson var á skotskónum hjá KR í fyrri hálfleik Mynd/AntonBrink

Nú er kominn hálfleikur í leikjunum fjórum sem standa yfir í Landsbankadeild karla í knattspyrnu. KR-ingar hafa yfir 2-1 gegn HK í vesturbænum í botnbaráttuleiknum. Grétar Ólafur Hjartarson kom KR yfir á 17 mínútu leiksins en Hörður Magnússon jafnaði með glæsilegu þrumuskoti utan teigs á sömu mínútunni. Það var svo Sigmundur Kristjánsson sem kom KR aftur yfir þegar hann skoraði skömmu áður en flautað var í te.

Í Kópavogi hafa Blikar yfir 2-1 gegn Íslandsmeisturum FH í hálfleik. Nenad Zivanovic og Prince Rajcomar skoruðu mörk heimamanna en Auðunn Helgason skoraði mark FH.

Í Árbænum hefur Fram náð 1-0 forystu gegn heimamönnum í Fylki. Markið skoraði Jónas Grani Garðarsson, sem fyrir vikið er orðinn markahæstur í deildinni með 11 mörk líkt og Helgi Sigurðsson hjá Val. Staðan í leik Keflavíkur og Víkings í Keflavík er jöfn 0-0 en þar eru heimamenn manni færri eftir að Guðmundi Mete var vikið af leikvelli. 

 

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×