Íslenski boltinn

Valsstúlkur komnar með bikarinn

Elvar Geir Magnússon skrifar

Valur vann Þór/KA á Valbjarnarvelli í kvöld 10-0 í lokaumferð Landsbankadeildar kvenna. Eftir leikinn fengu Valsstúlkur Íslandsmeistarabikarinn í hendurnar. Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði þrennu og skoraði hún því alls 38 mörk í sumar sem er met.

Fyrir umferðina var nánast alveg pottþétt að Valur yrði Íslandsmeistari. Þá var líka ljóst að ÍR var fallið niður í 1. deild. Hér að neðan má sjá öll úrslit kvöldsins.

Úrslit kvöldsins:

ÍR - Stjarnan 0-5

Valur - Þór/KA 10-0

Breiðablik - Fylkir 2-2

Keflavík - KR 0-4

Lokastaðan:

1. Valur - 46 stig

2. KR - 43 stig

3. Breiðablik - 29 stig

4. Keflavík - 22 stig

5. Stjarnan - 21 stig

6. Fylkir - 13 stig

7. Fjölnir - 13 stig

8. Þór/KA - 13 stig

9. ÍR - 7 stig




Fleiri fréttir

Sjá meira


×