U17 landslið kvenna vann stórsigur Elvar Geir Magnússon skrifar 17. september 2007 18:27 Stelpurnar í U17 kvenna byrjuðu riðlakeppni Evrópumótsins af miklum krafti og lögðu Letta örugglega í fyrsta leik sínum. Lokatölur urðu 7-1 eftir að staðan í hálfleik hafði verið 5-0. Berglind Björg Þorvaldsdóttir gerði fimm mörk í leiknum. Ferðalag stelpnanna til Slóveníu gekk ekki þrautalaust fyrir sig og vegna seinkunar á flugi komu stelpurnar ekki á áfangastað fyrr en kl. 4 í morgun. Ekki tók betra við þar sem að töskur hópsins skiluðu sér alls ekki á réttan stað. Stelpurnar slepptu því æfingu í morgun en mættu einbeittar í leikinn, reyndar í lánsbúningum. Sem betur fer var forsjálnin með í för og voru því allir leikmenn með skó og legghlífar í handfarangri. Íslenska liðið stjórnaði leiknum frá upphafi til enda og strax á þriðju mínútu kom fyrsta markið og þar var Berglind Björg Þorvaldsdóttir á ferðinni. Sex mínútum síðar bætti Sigrún Inga Ólafsdóttir marki við og á 18. mínútu skoraði Berglind sitt annað mark í leiknum. Berglind bætti svo þriðja marki sínu við á 31. mínútu og þremur mínútum síðar skoraði, fyrirliðinn, Dagný Brynjarsdóttir fimmta mark Íslendinga. Frábær fyrri hálfleikur að baki og í hálfleik fréttist að langflestar töskurnar væru komnar á áfangastað. Seinni hálfleikur var öllu rólegri en íslenska liðið með yfirhöndina. Mörkin létu á sér standa en það var svo títtnefnd Berglind Björg Þorvaldsdóttir sem að bætti við tveimur mörkum á 71. og 79. mínútu leiksins. Berglind gerði því fimm mörk í leiknum sem er ótrúlegur árangur. Þessi Eyjastelpa, sem leikur með Breiðablik, á ekki langt að sækja markheppnina en bróðir hennar er landsliðsmaðurinn Gunnar Heiðar Þorvaldsson. Lettar skoruðu sitt eina mark í blálokin úr vítaspyrnu en það skyggði ekki á góðan sigur íslensku stelpnanna. Stelpurnar leiks svo gegn gestgjöfunum frá Slóveníu á miðvikudaginn og hefst leikurinn kl. 14:30 en Slóvenía og Úkraína gerðu jafntefli í dag, 2-2. Af vefsíðu KSÍ Mest lesið Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti „Einn besti leikur sem maður hefur séð svakalega lengi“ Handbolti Stærð sigurs Íslands gegn Svíum veki upp spurningar Handbolti Þjálfari Króata ósáttur við blaðamann Vísis Fótbolti Supercross Atlanta úrslit. Sport Styrkir til VÍK Sport Nýjar upplýsingar um heilsufar Michaels Schumacher Formúla 1 Ótrúleg saga Viggós rifjuð upp í erlendum miðlum Handbolti Danir komnir í undanúrslit en Þjóðverjar þurfa stig gegn Frökkum Handbolti Fleiri fréttir Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Sjá meira
Stelpurnar í U17 kvenna byrjuðu riðlakeppni Evrópumótsins af miklum krafti og lögðu Letta örugglega í fyrsta leik sínum. Lokatölur urðu 7-1 eftir að staðan í hálfleik hafði verið 5-0. Berglind Björg Þorvaldsdóttir gerði fimm mörk í leiknum. Ferðalag stelpnanna til Slóveníu gekk ekki þrautalaust fyrir sig og vegna seinkunar á flugi komu stelpurnar ekki á áfangastað fyrr en kl. 4 í morgun. Ekki tók betra við þar sem að töskur hópsins skiluðu sér alls ekki á réttan stað. Stelpurnar slepptu því æfingu í morgun en mættu einbeittar í leikinn, reyndar í lánsbúningum. Sem betur fer var forsjálnin með í för og voru því allir leikmenn með skó og legghlífar í handfarangri. Íslenska liðið stjórnaði leiknum frá upphafi til enda og strax á þriðju mínútu kom fyrsta markið og þar var Berglind Björg Þorvaldsdóttir á ferðinni. Sex mínútum síðar bætti Sigrún Inga Ólafsdóttir marki við og á 18. mínútu skoraði Berglind sitt annað mark í leiknum. Berglind bætti svo þriðja marki sínu við á 31. mínútu og þremur mínútum síðar skoraði, fyrirliðinn, Dagný Brynjarsdóttir fimmta mark Íslendinga. Frábær fyrri hálfleikur að baki og í hálfleik fréttist að langflestar töskurnar væru komnar á áfangastað. Seinni hálfleikur var öllu rólegri en íslenska liðið með yfirhöndina. Mörkin létu á sér standa en það var svo títtnefnd Berglind Björg Þorvaldsdóttir sem að bætti við tveimur mörkum á 71. og 79. mínútu leiksins. Berglind gerði því fimm mörk í leiknum sem er ótrúlegur árangur. Þessi Eyjastelpa, sem leikur með Breiðablik, á ekki langt að sækja markheppnina en bróðir hennar er landsliðsmaðurinn Gunnar Heiðar Þorvaldsson. Lettar skoruðu sitt eina mark í blálokin úr vítaspyrnu en það skyggði ekki á góðan sigur íslensku stelpnanna. Stelpurnar leiks svo gegn gestgjöfunum frá Slóveníu á miðvikudaginn og hefst leikurinn kl. 14:30 en Slóvenía og Úkraína gerðu jafntefli í dag, 2-2. Af vefsíðu KSÍ
Mest lesið Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti „Einn besti leikur sem maður hefur séð svakalega lengi“ Handbolti Stærð sigurs Íslands gegn Svíum veki upp spurningar Handbolti Þjálfari Króata ósáttur við blaðamann Vísis Fótbolti Supercross Atlanta úrslit. Sport Styrkir til VÍK Sport Nýjar upplýsingar um heilsufar Michaels Schumacher Formúla 1 Ótrúleg saga Viggós rifjuð upp í erlendum miðlum Handbolti Danir komnir í undanúrslit en Þjóðverjar þurfa stig gegn Frökkum Handbolti Fleiri fréttir Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Sjá meira