Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. ágúst 2025 07:03 Kærustuparið Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir og Dagur Benediktsson eru líklega á leiðinni á Ólympíuleikana fyrir hönd Íslands. Skjámynd/@ruvithrottir Miklar líkur eru á því að kærustuparið Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir og Dagur Benediktsson muni bæði keppa fyrir hönd Íslands á Vetrarólympíuleikunum á Ítalíu í byrjun næsta árs. Leikarnir verða haldnir í Mílanó og Cortina d'Ampezzo í ítölsku Ölpunum frá 6. til 22. febrúar 2026. Hólmfríður Dóra og Dagur ræddu möguleikann á því að keppa saman á Ólympíuleikum í viðtali við Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson í Ríkissjónvarpinu. Hólmfríður Dóra er 27 ára gömul (fædd 8. janúar 1998) en hefur reynslu af Ólympíuleikum því hún fór á sína fyrstu vetrarólympíuleika árið 2022 í Peking þar sem hún keppti í alpagreinum. Hún náði 32. sæti í risasvigi og 38. sæti í svigi. Dagur er líka 27 ára gamall (fæddur 17. júní 1998) en hann keppir í skíðagöngu en ekki í alpagreinum. Hann hefur keppt á Ólympíumóti ungmenna en aldrei á sjálfum Ólympíuleikunum. Það stefnir í það að það breytist í febrúar á næsta ári. Hólmfríður og Dagur segja frá þeirri óvenjulegu stöðu að vera bæði á leiðinni á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman. „Þetta yrði alveg stórt fyrir okkur bæði og skemmtileg saga til að segja en við fáum líklegast ekkert að upplifa þetta saman af því að við verðum í sitthvoru Ólympíuþorpinu,“ sagði Dagur. „Setningarathöfnin er í Mílanó en það verða litlar setningarathafnir í hverju þorpi. Við verðum því ekki einu sinni saman á setningarathöfninni held ég,“ sagði Hólmfríður Dóra. Þorkell spurði þeim finnist þau græða mikið á reynslu hvors annars. „Klárlega,“ sagði Hólmfríður. „Það hjálpar mikið að vera bæði að keppa á hæsta stigi því þótt við séum í sitthvorri skíðaíþróttinni þá sækjum við mikinn innblástur og hjálp til hvors annars,“ sagði Dagur. „Svo bara að búa saman, hugsa bæði vel um mataræðið, svefn og alla næringu. Hugsa vel um sig. Það hjálpar ótrúlega mikið,“ sagði Hólmfríður. Alpagreinarnar á Vetrarólympíuleikunum fara fram í Cortina d'Ampezzo en skíðagangan í Tesero. View this post on Instagram A post shared by RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) Skíðaíþróttir Vetrarólympíuleikar 2026 í Mílanó og Cortina Mest lesið Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Enski boltinn Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Íslenski boltinn Ótrúleg óheppni Slóvena Handbolti Carlo Ancelotti sagði honum að fara frá Real Madrid Fótbolti Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Enski boltinn Rekinn eftir átján ára starf en sjö félög hringdu í hann strax Sport Fleiri fréttir Meira en fimm milljónir á dag fyrir að mæta ekki í vinnuna Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Lifandi styttan í stúkunni grét í leikslok Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Rekinn eftir átján ára starf en sjö félög hringdu í hann strax Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Carlo Ancelotti sagði honum að fara frá Real Madrid Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Freyr opinskár: „Vil frekar hafa það þannig heldur en að öllum sé drullusama“ Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Fletcher fékk blessun frá Ferguson Haukur klár í stærra hlutverk Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Fyrrum hlaupastjarna ákærð fyrir morð Dagskráin í dag: Veisluborð í Doc Zone Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Elvar eitraður í endurkomu Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Síðasti naglinn í kistu Nuno? „Við tókum ekki mikið frí“ Sjá meira
Leikarnir verða haldnir í Mílanó og Cortina d'Ampezzo í ítölsku Ölpunum frá 6. til 22. febrúar 2026. Hólmfríður Dóra og Dagur ræddu möguleikann á því að keppa saman á Ólympíuleikum í viðtali við Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson í Ríkissjónvarpinu. Hólmfríður Dóra er 27 ára gömul (fædd 8. janúar 1998) en hefur reynslu af Ólympíuleikum því hún fór á sína fyrstu vetrarólympíuleika árið 2022 í Peking þar sem hún keppti í alpagreinum. Hún náði 32. sæti í risasvigi og 38. sæti í svigi. Dagur er líka 27 ára gamall (fæddur 17. júní 1998) en hann keppir í skíðagöngu en ekki í alpagreinum. Hann hefur keppt á Ólympíumóti ungmenna en aldrei á sjálfum Ólympíuleikunum. Það stefnir í það að það breytist í febrúar á næsta ári. Hólmfríður og Dagur segja frá þeirri óvenjulegu stöðu að vera bæði á leiðinni á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman. „Þetta yrði alveg stórt fyrir okkur bæði og skemmtileg saga til að segja en við fáum líklegast ekkert að upplifa þetta saman af því að við verðum í sitthvoru Ólympíuþorpinu,“ sagði Dagur. „Setningarathöfnin er í Mílanó en það verða litlar setningarathafnir í hverju þorpi. Við verðum því ekki einu sinni saman á setningarathöfninni held ég,“ sagði Hólmfríður Dóra. Þorkell spurði þeim finnist þau græða mikið á reynslu hvors annars. „Klárlega,“ sagði Hólmfríður. „Það hjálpar mikið að vera bæði að keppa á hæsta stigi því þótt við séum í sitthvorri skíðaíþróttinni þá sækjum við mikinn innblástur og hjálp til hvors annars,“ sagði Dagur. „Svo bara að búa saman, hugsa bæði vel um mataræðið, svefn og alla næringu. Hugsa vel um sig. Það hjálpar ótrúlega mikið,“ sagði Hólmfríður. Alpagreinarnar á Vetrarólympíuleikunum fara fram í Cortina d'Ampezzo en skíðagangan í Tesero. View this post on Instagram A post shared by RÚV Íþróttir (@ruvithrottir)
Skíðaíþróttir Vetrarólympíuleikar 2026 í Mílanó og Cortina Mest lesið Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Enski boltinn Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Íslenski boltinn Ótrúleg óheppni Slóvena Handbolti Carlo Ancelotti sagði honum að fara frá Real Madrid Fótbolti Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Enski boltinn Rekinn eftir átján ára starf en sjö félög hringdu í hann strax Sport Fleiri fréttir Meira en fimm milljónir á dag fyrir að mæta ekki í vinnuna Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Lifandi styttan í stúkunni grét í leikslok Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Rekinn eftir átján ára starf en sjö félög hringdu í hann strax Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Carlo Ancelotti sagði honum að fara frá Real Madrid Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Freyr opinskár: „Vil frekar hafa það þannig heldur en að öllum sé drullusama“ Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Fletcher fékk blessun frá Ferguson Haukur klár í stærra hlutverk Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Fyrrum hlaupastjarna ákærð fyrir morð Dagskráin í dag: Veisluborð í Doc Zone Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Elvar eitraður í endurkomu Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Síðasti naglinn í kistu Nuno? „Við tókum ekki mikið frí“ Sjá meira