Íslenski boltinn

Mikilvægur sigur hjá KR

Guðlaugur Jónsson er hér í baráttunni hjá KR
Guðlaugur Jónsson er hér í baráttunni hjá KR Mynd/AntonBrink

KR-ingar unnu í dag mikilvægan 3-2 sigur á HK í botnbaráttunni í Landsbankadeild karla. Sigur KR var verðskuldaður í kuldanum í vesturbænum og þar á bæ er útlitið örlítið bjartara fyrir vikið.

Grétar Ólafur Hjartarson kom KR yfir eftir rúmlega korter, en á sömu mínútunni jafnaði Hörður Már Magnússon fyrir HK með bylmingsskoti í þverslána og inn. Eftir þetta dofnaði heldur yfir leiknum, en Sigmundur Kristánsson kom heimamönnum aftur yfir skömmu fyrir leikhlé þegar hann komst einn inn fyrir vörn HK og renndi boltanum í stöng og inn.

KR-ingar voru sterkari aðilinn í síðari hálfleiknum og það var svo varaframherjinn Björgólfur Takefusa sem innsiglaði sigur liðsins með glæsilegu skoti á 67. mínútu. Jón Þorgrímur Stefánsson minnkaði muninn fyrir HK í uppbótartíma, en lengra komst Kópavogsliðið ekki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×