Íslenski boltinn

Leiknir vann Stjörnuna

Einar Örn Einarsson skoraði seinna mark Leiknis.
Einar Örn Einarsson skoraði seinna mark Leiknis. Leiknir.com

Leiknir úr Breiðholti vann Stjörnuna 2-1 á heimavelli sínum í kvöld. Með sigrinum hefur Leiknir bjargað sér frá falli úr 1. deild en liðið er nú í sjötta sæti deildarinnar. Vigfús Arnar Jósepsson og Einar Örn Einarsson skoruðu mörk liðsins.

Bæði mörk Leiknis komu í fyrri hálfleik en mark Vigfúsar kom úr vítaspyrnu. Mark Stjörnunnar var sjálfsmark hjá varnarmanni Leiknis.

Á morgun mætast Grindavík og Fjölnir í Grindavík en þetta eru liðin í öðru og þriðja sæti deildarinnar. Eftir þann leik verður tuttugu umferðum lokið í 1. deild og tvær umferðir eftir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×