Hitað upp fyrir stórslag Vals og ÍA 17. september 2007 14:54 Guðjón Heiðar Sveinsson Skagamaður og Sigurbjörn Örn Hreiðarsson eigast við í fyrri leik liðanna upp á Skaga. Mynd/Gísli Baldur Valur og ÍA eigast við á Laugardalsvellinum í kvöld í lokaleik 16. umferðar Landsbankadeildar karla. Með sigri kemst Valur á topp deildarinnar þar sem FH tapaði í gær fyrir Breiðabliki. Fyrirliðar liðanna voru spenntir fyrir leiknum. "Þetta verður hörkuslagur, eins og alltaf gegn Skaganum," sagði Atli Sveinn Þórarinsson, fyrirliði Vals. "Annars skiptir svo sem ekki máli hver andstæðingurinn er í kvöld, aðamálið er að við einbeitum okkur að okkur sjálfum." Valur hefur í tvígang mistekist í sumar að hirða toppsætið af FH-ingum. "Þegar FH hefur misstigið sig höfum við passað okkur á því að gera slíkt hið sama. En nú er komið að því að hirða toppsætið." Guðjón Þórðarson, þjálfari ÍA, hefur stillt upp varnarsinnuðu liði í sumar sem beitir þó stórhættulegum skyndisóknum. Það hefur borið góðan árangur. "Það er alltaf erfitt að spila gegn liði sem spilar þannig bolta," sagði Atli Sveinn. "Það mun væntanlega því koma í okkar hlut að halda boltanum í kvöld. Við erum fyllilega tilbúnir í það verkefni." Bjarni Guðjónsson, fyrirliði ÍA, var spenntur fyrir leiknum. "Þessi leikur er athyglisverður fyrir margra hluta sakir. Þeir hafa að miklu að keppa og við líka. Ef við vinnum náum við þriggja stiga forskoti á Fylki og erum aðeins þremur stigum frá Val. Þeir eiga svo eftir að spila við FH." Hann segir að það muni reyndar koma sér illa fyrir sína menn að þrjá sterka leikmenn vanti í lið ÍA. Þetta eru Þórður Guðjónsson, Ellert Jón Björnsson og Helgi Pétur Magnússon en sá síðastnefndi tekur út leikbann í kvöld. "Það hefur alltaf legið ljóst fyrir að við erum ekki með það breiðan hóp að við megum við miklum skakkaföllum. Það skiptir kannski minna máli fyrir lið eins og Val sem er með marga leikmenn á sínum snærum." Hann segir leikstíl Skagaliðsins lítið leyndarmál. "Það vita allir hvernig við spilum. Við verjumst vel og sækjum hratt. Það hefur reynst okkur vel. Við höfum unnið mikið af leikjum í sumar. Í fyrra spiluðum við mjög skemmtilegan bolta sem bar þó sjaldan árangur." Hann segir það vera alveg ljóst hvort tímabilið hafi verið skemmtilegra. "Það er alltaf mun skemmtilegra að vinna leiki, það er ekki spurning." Mest lesið Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Enski boltinn Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Enski boltinn Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Formúla 1 „Ég sem faðir er ekkert eðlilega stoltur af honum“ Fótbolti Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Enski boltinn Kominn með nóg og vill fara frá United Enski boltinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Formúla 1 Útilokar ekki að koma heim Fótbolti Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Formúla 1 Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot Enski boltinn Fleiri fréttir Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Sjá meira
Valur og ÍA eigast við á Laugardalsvellinum í kvöld í lokaleik 16. umferðar Landsbankadeildar karla. Með sigri kemst Valur á topp deildarinnar þar sem FH tapaði í gær fyrir Breiðabliki. Fyrirliðar liðanna voru spenntir fyrir leiknum. "Þetta verður hörkuslagur, eins og alltaf gegn Skaganum," sagði Atli Sveinn Þórarinsson, fyrirliði Vals. "Annars skiptir svo sem ekki máli hver andstæðingurinn er í kvöld, aðamálið er að við einbeitum okkur að okkur sjálfum." Valur hefur í tvígang mistekist í sumar að hirða toppsætið af FH-ingum. "Þegar FH hefur misstigið sig höfum við passað okkur á því að gera slíkt hið sama. En nú er komið að því að hirða toppsætið." Guðjón Þórðarson, þjálfari ÍA, hefur stillt upp varnarsinnuðu liði í sumar sem beitir þó stórhættulegum skyndisóknum. Það hefur borið góðan árangur. "Það er alltaf erfitt að spila gegn liði sem spilar þannig bolta," sagði Atli Sveinn. "Það mun væntanlega því koma í okkar hlut að halda boltanum í kvöld. Við erum fyllilega tilbúnir í það verkefni." Bjarni Guðjónsson, fyrirliði ÍA, var spenntur fyrir leiknum. "Þessi leikur er athyglisverður fyrir margra hluta sakir. Þeir hafa að miklu að keppa og við líka. Ef við vinnum náum við þriggja stiga forskoti á Fylki og erum aðeins þremur stigum frá Val. Þeir eiga svo eftir að spila við FH." Hann segir að það muni reyndar koma sér illa fyrir sína menn að þrjá sterka leikmenn vanti í lið ÍA. Þetta eru Þórður Guðjónsson, Ellert Jón Björnsson og Helgi Pétur Magnússon en sá síðastnefndi tekur út leikbann í kvöld. "Það hefur alltaf legið ljóst fyrir að við erum ekki með það breiðan hóp að við megum við miklum skakkaföllum. Það skiptir kannski minna máli fyrir lið eins og Val sem er með marga leikmenn á sínum snærum." Hann segir leikstíl Skagaliðsins lítið leyndarmál. "Það vita allir hvernig við spilum. Við verjumst vel og sækjum hratt. Það hefur reynst okkur vel. Við höfum unnið mikið af leikjum í sumar. Í fyrra spiluðum við mjög skemmtilegan bolta sem bar þó sjaldan árangur." Hann segir það vera alveg ljóst hvort tímabilið hafi verið skemmtilegra. "Það er alltaf mun skemmtilegra að vinna leiki, það er ekki spurning."
Mest lesið Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Enski boltinn Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Enski boltinn Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Formúla 1 „Ég sem faðir er ekkert eðlilega stoltur af honum“ Fótbolti Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Enski boltinn Kominn með nóg og vill fara frá United Enski boltinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Formúla 1 Útilokar ekki að koma heim Fótbolti Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Formúla 1 Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot Enski boltinn Fleiri fréttir Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Sjá meira