Björn Bergmann: Aldurinn skiptir ekki máli Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 18. september 2007 13:19 Björn Bergmann er hér í baráttu við Sverri Garðarsson, leikmann FH. Fréttablaðið/Vilhelm Björn Bergmann Sigurðarson skoraði bæði mörk ÍA gegn Vals í gærkvöld og þar með sín fyrstu mörk á Íslandsmótinu. Björn er einungis sextán ára gamall. "Ég var auðvitað rosalega ánægður með leikinn og hef ég verið að bíða lengi eftir fyrsta markinu," sagði Björn við Vísi. Hann hefur komið við sögu í níu leikjum í deildinni með ÍA en skoraði semsagt sín fyrstu tvö mörk í gær. Hann á ekki langt að sækja hæfileikana en hann er hálfbróðir þeirra Þórðar, Bjarna og Jóhannesar Karls Guðjónssonar. Þeir tveir fyrstnefndu leika með ÍA en Jóhannes Karl er landsliðsmaður sem leikur með Burnley í ensku B-deildinni. Björn Bergmann skallar hér að marki í leik Vals og ÍA í gær.Fréttablaðið/Vilhelm "Þeir hafa allir hjálpað mér mjög mikið, sérstaklega Bjarni og Þórður sem eru með mér í ÍA. Það er samt leiðinlegt að Doddi skyldi meiðast en þeir hafa alltaf verið duglegir að gefa mér góð ráð." Hann segir að hann sé bara einn af strákunum í liðinu, þrátt fyrir að vera sá yngsti. "Aldurinn skiptir í raun engu máli. Ef maður getur eitthvað í fótbolta á maður heima þarna." Björn Bergmann Sigurðarson Skagamenn hafa komið talsvert á óvart í sumar en liðið situr í þriðja sæti deildarinnar og stefnir í Evrópukeppnina á næsta ári. "Þetta sumar er búið að vera æðislega skemmtilegt, fyrst og fremst. Ég er til dæmis búinn að fá að spila miklu meira en ég átti von á," sagði Björn. "Það var að vísu ekkert sérstaklega gaman að tapa fyrir Fylki í bikarnum en þriðja sætið í deildinni er góður árangur. Við ætlum okkur að halda því." Hann segir það liggja ljóst fyrir að hann muni spila áfram hér á landi næsta sumar líka. "Ef ég fæ tækifæri í atvinnumennskunni er betra að vera aðeins eldri og reyndari. Ég mun samt reyna að koma mér út eftir næsta tímabil." Sjá einnig: 20-30 félög á eftir Birni Bergmanni Mest lesið Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti „Einn besti leikur sem maður hefur séð svakalega lengi“ Handbolti Þjálfari Króata ósáttur við blaðamann Vísis Fótbolti Stærð sigurs Íslands gegn Svíum veki upp spurningar Handbolti Supercross Atlanta úrslit. Sport Styrkir til VÍK Sport Nýjar upplýsingar um heilsufar Michaels Schumacher Formúla 1 Ólafur Stefánsson samdi við lið í Katar Handbolti Danir komnir í undanúrslit en Þjóðverjar þurfa stig gegn Frökkum Handbolti Fleiri fréttir Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Sjá meira
Björn Bergmann Sigurðarson skoraði bæði mörk ÍA gegn Vals í gærkvöld og þar með sín fyrstu mörk á Íslandsmótinu. Björn er einungis sextán ára gamall. "Ég var auðvitað rosalega ánægður með leikinn og hef ég verið að bíða lengi eftir fyrsta markinu," sagði Björn við Vísi. Hann hefur komið við sögu í níu leikjum í deildinni með ÍA en skoraði semsagt sín fyrstu tvö mörk í gær. Hann á ekki langt að sækja hæfileikana en hann er hálfbróðir þeirra Þórðar, Bjarna og Jóhannesar Karls Guðjónssonar. Þeir tveir fyrstnefndu leika með ÍA en Jóhannes Karl er landsliðsmaður sem leikur með Burnley í ensku B-deildinni. Björn Bergmann skallar hér að marki í leik Vals og ÍA í gær.Fréttablaðið/Vilhelm "Þeir hafa allir hjálpað mér mjög mikið, sérstaklega Bjarni og Þórður sem eru með mér í ÍA. Það er samt leiðinlegt að Doddi skyldi meiðast en þeir hafa alltaf verið duglegir að gefa mér góð ráð." Hann segir að hann sé bara einn af strákunum í liðinu, þrátt fyrir að vera sá yngsti. "Aldurinn skiptir í raun engu máli. Ef maður getur eitthvað í fótbolta á maður heima þarna." Björn Bergmann Sigurðarson Skagamenn hafa komið talsvert á óvart í sumar en liðið situr í þriðja sæti deildarinnar og stefnir í Evrópukeppnina á næsta ári. "Þetta sumar er búið að vera æðislega skemmtilegt, fyrst og fremst. Ég er til dæmis búinn að fá að spila miklu meira en ég átti von á," sagði Björn. "Það var að vísu ekkert sérstaklega gaman að tapa fyrir Fylki í bikarnum en þriðja sætið í deildinni er góður árangur. Við ætlum okkur að halda því." Hann segir það liggja ljóst fyrir að hann muni spila áfram hér á landi næsta sumar líka. "Ef ég fæ tækifæri í atvinnumennskunni er betra að vera aðeins eldri og reyndari. Ég mun samt reyna að koma mér út eftir næsta tímabil." Sjá einnig: 20-30 félög á eftir Birni Bergmanni
Mest lesið Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti „Einn besti leikur sem maður hefur séð svakalega lengi“ Handbolti Þjálfari Króata ósáttur við blaðamann Vísis Fótbolti Stærð sigurs Íslands gegn Svíum veki upp spurningar Handbolti Supercross Atlanta úrslit. Sport Styrkir til VÍK Sport Nýjar upplýsingar um heilsufar Michaels Schumacher Formúla 1 Ólafur Stefánsson samdi við lið í Katar Handbolti Danir komnir í undanúrslit en Þjóðverjar þurfa stig gegn Frökkum Handbolti Fleiri fréttir Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Sjá meira