Fleiri fréttir

Chelsea og Lyon með stór­sigra í stór­leikjum dagsins

Tveir stórleikir fóru fram í ensku og frönsku úrvalsdeild kvenna í knattspyrnu í dag. Englandsmeistarar Chelsea pökkuðu Manchester City saman og sömu sögu er að segja af stöllum Söru Bjarkar Gunnarsdóttur hjá Lyon sem völtuðu yfir Frakklandsmeistara PSG.

Jón Dagur: Fagnið var skemmtilegt

Jón Dagur Þorsteinsson skoraði sitt fyrsta mark fyrir íslenska landsliðið í keppnisleik í kvöld. Ísland tapaði þá fyrir Norður-Makedóníu, 3-1, í síðasta leik sínum í undankeppni HM 2022.

Birkir Már hættur með lands­liðinu

Birkir Már Sævarsson spilaði sinn síðasta leik fyrir íslenska landsliðið í 3-1 tapi Íslands gegn Norður-Makedóníu í lokaleik undankeppni HM 2022. Þetta staðfesti Birkir Már í viðtali við RÚV eftir leik.

„Ég er ungur ennþá“

Birkir Bjarnason var svekktur yfir niðurstöðunni gegn Norður-Makedóníu í kvöld en stoltur af að hafa slegið leikjametið í íslenska karlalandsliðinu í fótbolta.

Þýska­land endaði undan­keppnina á öruggum sigri

Þýskaland endaði undankeppni HM 2022 með stórsigri á Armeníu en liðið hafði þegar tryggt sér sigur í J-riðli. Rúmenía vann sinn leik en það dugði ekki til þar sem Norður-Makedónía lagði Ísland 3-1 og tryggði sér þar með annað sæti riðilsins.

Dagný kom inn á er West Ham kastað frá sér sigrinum

Dagný Brynjarsdóttir kom inn á sem varamaður fyrir West Ham er liðið gerði 2-2 jafntefli gegn Reading í ensku úrvalsdeild kvenna í dag. West Ham hafði tveggja marka forystu lengi vel, en gestirnir jöfnuðu leikinn í uppbótartíma.

Sjálfsmark tryggði Króötum sæti á HM

Króatar stálu efsta sæti H-riðils af Rússum með 1-0 sigri er liðin mættust í Króatíu í dag. Eina mark leiksins var sjálfsmark, en sigurinn tryggði Króötum sæti á Heimsmeistaramótinu í Katar á næsta ári, en Rússar þurfa að fara í gegnum umspil.

Guðný stóð vaktina í öruggum sigri

Guðný Árnadóttir stóð vaktina í vörn AC Milan er liðið vann öruggan 0-2 í heimsókn liðsins til Pomigliano í ítölsku úrvasldeildinni í fótbolta í dag.

Breytt dagskrá á Stöð 2 Sport í kvöld

Nokkrar breytingar hafa verið gerðar á dagskrá Stöðvar 2 Sports í kvöld þar sem að viðureign Portúgals og Serbíu í undankeppni HM 2022 var bætt við dagskrána.

Utan vallar: Ljós við enda ganganna

Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu lýkur í dag undankeppni sinni fyrir heimsmeistaramótið sem fram fer í Katar síðla vetrar á næsta ári. Eftir erfiða mánuði þar sem svartnættið var allsráðandi virðist loks vera ljós í enda ganganna.

Í leit að full­komnun: Ekkert fær ofur­lið Barcelona stöðvað

Hvernig má það vera að allt sé í hers höndum hjá karlaliði félags á meðan kvennalið þess blómstrar og er besta lið álfunnar og mögulega sögunnar? Þegar stórt er spurt er fátt um svör en hér að neðan verður kafað ofan í kvennalið Barcelona og ótrúlegan árangur þess undanfarið.

Undankeppni HM: Hvað getur gerst í lokaleikjunum?

Undankeppnin fyrir heimsmeistaramótið í Katar á næsta ári heldur áfram í dag og úrslitin ráðast í öllum riðlunum á næstu þremur dögum. En hvaða lið eru líkleg til þess að fara áfram, hverjir fara í umspil og hvað þarf að gerast til þess að HM draumurinn verði að veruleika?

Undankeppni HM: Tyrkir laumuðu sér framúr Norðmönnum

Norðmenn, sem voru án Erling Braut Haaland í dag, mistókst að vinna sigur á Lettlandi í undanleppni Heimsmeistaramótsins sem fram fer í Katar á næsta ári. Tyrkir nýttu tækifærið og skutust upp fyrir þá í G-riðli.

Barbára Sól sneri aftur í sigri

Barbára Sól Gísladóttir sneri aftur í lið Bröndby eftir nokkurra leikja fjarveru vegna meiðsla er liðið vann 1-0 útisigur á Nordsjælland í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Totten­ham fyrst liða til að ná stigi af Arsenal

Tottenham Hotspur var hársbreidd frá því að verða fyrsta liðið til að næla í sigur gegn Arsenal í ensku úrvalsdeild kvenna í knattspyrnu nú í dag. Lokatölur 1-1 en jöfnunarmark Arsenal kom í uppbótartíma.

FH fær vinstri bakvörð Fram

Nýliðar Fram halda áfram að missa leikmenn úr sínum röðum en vinstri bakvörðurinn Haraldur Einar Ásgrímsson hefur samið við FH um mun leika með félaginu næstu þrjú árin.

Di María hetja Argentínu

Alls fóru tveir leikir fram í Suður-Ameríkuhluta undankeppni HM 2022 í knattspyrnu í nótt. Ángel Di María reyndist hetja Argentínu og þá vann Perú sannfærandi 3-0 sigur á Bólivíu.

Sjá næstu 50 fréttir