Fótbolti

Fyrrverandi kærasti grunaður um að hafa látið berja Hamraoui

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Kheira Hamraoui varð fyrir árás á götum Parísar.
Kheira Hamraoui varð fyrir árás á götum Parísar. getty/Aurelien Meunier

Grunur leikur á um að fyrrverandi kærasti Kheiru Hamra­oui, leikmanns Paris Saint-Germain, hafi skipulagt árás á hana.

Sem kunnugt er réðust grímuklæddir menn á Hamraoui í París í síðustu viku og börðu hana með járnrörum.

Í kjölfarið var samherji Hamraoui, Amanita Diallo, handtekin vegna gruns um að hafa skipulagt árásina. Talið var að hún væri ósátt við að Hamraoui fengi að spila á kostnað hennar. Diallo var svo sleppt án ákæru og ekki er lengur talið að hún hafi verið viðloðandi árásina á Hamraoui.

Grunurinn beinist nú að fyrrverandi kærasta Hamraoui. Samherjar hennar ku hafa fengið símtöl frá honum þar sem hann úthúðaði Hamraoui, sagði hana hafa eyðilagt líf sitt og ætlaði að hefna sín á henni. Talið er að allavega fjórir leikmenn PSG hafi fengið símtal frá kærastanum fyrrverandi. Hann hefur ekki enn verið handtekinn.

Hamraoui, sem er 31 árs miðjumaður, gekk í raðir PSG frá Barcelona í sumar. Hún lék áður með liðinu á árunum 2012-16. Hamraoui var í byrjunarliði PSG þegar liðið vann Breiðablik, 0-2, í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í síðasta mánuði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×