Undankeppni HM: Hvað getur gerst í lokaleikjunum? Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 14. nóvember 2021 08:00 Mun Ronaldo þurfa að horfa á heimsmeistaramótið úr sófanum? EPA-EFE/ESTELA SILVA Undankeppnin fyrir heimsmeistaramótið í Katar á næsta ári heldur áfram í dag og úrslitin ráðast í öllum riðlunum á næstu þremur dögum. En hvaða lið eru líkleg til þess að fara áfram, hverjir fara í umspil og hvað þarf að gerast til þess að HM draumurinn verði að veruleika? Í A-riðli er mikil spenna. Þar fer fram hreinn úrslitaleikur klukkan 19:45 að íslenskum tíma þegar að Portúgal og Serbía mætast í Lissabon. Bæði liðin eru með 17 stig í riðlinum en Portúgal er með betra markahlutfall og dugar þess vegna jafntefli. Þetta yrði að öllum líkindum síðasta heimsmeistaramót Cristiano Ronaldo. Það er samt ljóst að Serbar munu selja sig dýrt. Í B-riðli er næstum nákvæmlega sama staða uppi. Spánn er í efsta sæti riðilsins með 16 stig en Svíþjóð hefur 15 stig í öðru sæti. Þessi lið mætast í Sevilla í þráðbeinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. Svíar þurfa að vinna en Spáni dugar jafntefli. Í C-riðlinum ráðast úrslitin á mánudaginn. Ítalía og Sviss eru bæði með 15 stig á toppi riðilsins. Ítalía mætir Norður-Írlandi í Belfast en leikurinn er í beinni á Stöð 2 Sport 3. Sviss fær Búlgaríu í heimsókn. Ítalía er með betri markatölu en Sviss en það munar einungis tveimur mörkum. Gríðarleg spenna þar. Svíar þurfa að vinna Spán í kvöld.EPA-EFE/Christine Olsson Frakkland er búið að vinna D-riðilinn en annað sætið sem gefur rétt á umspili er enn óráðið. Finnar sitja sem stendur í öðru sætinu með tveggja stiga forystu á Úkraínu. Á þriðjudag mætast Frakkland og Finnland annars vegar og Úkraína og Bosnía hinsvegar svo kálið er ekki sopið hjá þeim finnsku. Í E-riðli hafa Belgar tryggt sér farseðilinn á heimsmeistaramótið en Wales er komið í umspilið vegna góðs árangurs í þjóðardeildinni. Tékkar gætu samt stolið öðru sætinu á þriðjudaginn en þeir fá Eista í heimsókn á meðan Wales spilar við Belgíu í Cardiff. Wales er með 14 stig og fimm mörk í plús en Tékkland 11 stig og þrjú mörk í plús. Það er engin spenna í F-riðli sem Danir hreinlega slátruðu. Skotar eru í umspilssætinu og ekkert lið ógnar þeim þar. Örlög liða í F-riðli eru því þegar ráðin. Hollendingar gátu klárað G-riðilinn í dag og voru fimm mínútum frá því. Þeir misstu niður unninn leik í Svartfjallalandi og þess vegna þurfa þeir að ná í stig á móti Noregi í síðasta leiknum. Holland er með 20 stig en Noregur 18. Tyrkir hafa líka 18 stig og því gætu Hollendingar líka misst af umspilinu ef þeir tapa fyrir Noregi og Tyrkland vinnur Svartfjallaland. Þessir leikir eru á þriðjudaginn. Það munar einu marki á Tyrklandi og Noregi í markatölunni og því gæti markamunur leikjanna skipt máli. Leikur Hollands og Noregs er sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Memphis gerði sitt í gærkvöldi en það var ekki nóg.EPA-EFE/MAURICE VAN STEEN Rússland og Króatía spila hreinan úrslitaleik í H-riðli í dag klukkan 14:00 í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. Rússar eru með 22 stig en Króatar 20 og þess vegna dugar Rússum jafntefli í Zagreb. Í I-riðli eru úrslitin ráðin í rauninni þó svo að tölfræðilegur möguleiki sé enn fyrir hendi fyrir Pólverja að vinna riðilinn. Englendingar hafa þriggja stiga forystu á Pólland í riðlinum en síðasti leikur Englendinga í riðlinum er á móti San Marino á mánudaginn í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. England er því svo gott sem búið að vinna riðilinn en Pólland fer í umspil. Norður-Makedónía tryggir sig í umspil með sigri á Íslandi í dag en Þýskaland er búið að vinna J-riðilinn. Rúmenar geta stolið öðru sætinu ef Norður-Makedónía misstígur sig á móti Íslandi en Rúmenía á leik við Liechtenstein í Vaduz. Rúmenum dugar ekki jafntefli því markatala Norður-Makedóníu er mun betri en þeirra. Rúmenar eru með 14 stig en Norður-Makedónía með 15. HM 2022 í Katar Mest lesið Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Körfubolti Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Fótbolti Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Fótbolti „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Handbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Fótbolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Körfubolti Ronaldo hittir Trump í dag Fótbolti Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Fleiri fréttir Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Sjá meira
Í A-riðli er mikil spenna. Þar fer fram hreinn úrslitaleikur klukkan 19:45 að íslenskum tíma þegar að Portúgal og Serbía mætast í Lissabon. Bæði liðin eru með 17 stig í riðlinum en Portúgal er með betra markahlutfall og dugar þess vegna jafntefli. Þetta yrði að öllum líkindum síðasta heimsmeistaramót Cristiano Ronaldo. Það er samt ljóst að Serbar munu selja sig dýrt. Í B-riðli er næstum nákvæmlega sama staða uppi. Spánn er í efsta sæti riðilsins með 16 stig en Svíþjóð hefur 15 stig í öðru sæti. Þessi lið mætast í Sevilla í þráðbeinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. Svíar þurfa að vinna en Spáni dugar jafntefli. Í C-riðlinum ráðast úrslitin á mánudaginn. Ítalía og Sviss eru bæði með 15 stig á toppi riðilsins. Ítalía mætir Norður-Írlandi í Belfast en leikurinn er í beinni á Stöð 2 Sport 3. Sviss fær Búlgaríu í heimsókn. Ítalía er með betri markatölu en Sviss en það munar einungis tveimur mörkum. Gríðarleg spenna þar. Svíar þurfa að vinna Spán í kvöld.EPA-EFE/Christine Olsson Frakkland er búið að vinna D-riðilinn en annað sætið sem gefur rétt á umspili er enn óráðið. Finnar sitja sem stendur í öðru sætinu með tveggja stiga forystu á Úkraínu. Á þriðjudag mætast Frakkland og Finnland annars vegar og Úkraína og Bosnía hinsvegar svo kálið er ekki sopið hjá þeim finnsku. Í E-riðli hafa Belgar tryggt sér farseðilinn á heimsmeistaramótið en Wales er komið í umspilið vegna góðs árangurs í þjóðardeildinni. Tékkar gætu samt stolið öðru sætinu á þriðjudaginn en þeir fá Eista í heimsókn á meðan Wales spilar við Belgíu í Cardiff. Wales er með 14 stig og fimm mörk í plús en Tékkland 11 stig og þrjú mörk í plús. Það er engin spenna í F-riðli sem Danir hreinlega slátruðu. Skotar eru í umspilssætinu og ekkert lið ógnar þeim þar. Örlög liða í F-riðli eru því þegar ráðin. Hollendingar gátu klárað G-riðilinn í dag og voru fimm mínútum frá því. Þeir misstu niður unninn leik í Svartfjallalandi og þess vegna þurfa þeir að ná í stig á móti Noregi í síðasta leiknum. Holland er með 20 stig en Noregur 18. Tyrkir hafa líka 18 stig og því gætu Hollendingar líka misst af umspilinu ef þeir tapa fyrir Noregi og Tyrkland vinnur Svartfjallaland. Þessir leikir eru á þriðjudaginn. Það munar einu marki á Tyrklandi og Noregi í markatölunni og því gæti markamunur leikjanna skipt máli. Leikur Hollands og Noregs er sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Memphis gerði sitt í gærkvöldi en það var ekki nóg.EPA-EFE/MAURICE VAN STEEN Rússland og Króatía spila hreinan úrslitaleik í H-riðli í dag klukkan 14:00 í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. Rússar eru með 22 stig en Króatar 20 og þess vegna dugar Rússum jafntefli í Zagreb. Í I-riðli eru úrslitin ráðin í rauninni þó svo að tölfræðilegur möguleiki sé enn fyrir hendi fyrir Pólverja að vinna riðilinn. Englendingar hafa þriggja stiga forystu á Pólland í riðlinum en síðasti leikur Englendinga í riðlinum er á móti San Marino á mánudaginn í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. England er því svo gott sem búið að vinna riðilinn en Pólland fer í umspil. Norður-Makedónía tryggir sig í umspil með sigri á Íslandi í dag en Þýskaland er búið að vinna J-riðilinn. Rúmenar geta stolið öðru sætinu ef Norður-Makedónía misstígur sig á móti Íslandi en Rúmenía á leik við Liechtenstein í Vaduz. Rúmenum dugar ekki jafntefli því markatala Norður-Makedóníu er mun betri en þeirra. Rúmenar eru með 14 stig en Norður-Makedónía með 15.
HM 2022 í Katar Mest lesið Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Körfubolti Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Fótbolti Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Fótbolti „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Handbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Fótbolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Körfubolti Ronaldo hittir Trump í dag Fótbolti Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Fleiri fréttir Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Sjá meira