Fótbolti

Fimm leikmenn draga sig úr enska hópnum | Aðeins einn inn í staðinn

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Fimm leikmenn enska landsliðsins hafa dregið sig úr hópnum fyrir lokaleik liðsins gegn San Marínó.
Fimm leikmenn enska landsliðsins hafa dregið sig úr hópnum fyrir lokaleik liðsins gegn San Marínó. Alessandro Garafallo - Pool/Getty Images

Alls hafa fimm leikmenn dregið sig úr enska landsliðshópnum fyrir lokaleik liðsis gegn San Marínó í I-riðli undankeppni HM 2022.

Leikmennirnir eru þeir Jordan Henderson úr Liverpool, City mennirnir Raheem Sterling og Jack Grealish, Mason Mount úr Chelsea og United maðurinn Luke Shaw.

Henderson, Grealish og Shaw snúa aftur til sinna liða vegna meiðsla, en Sterling dró sig úr hópnum af persónulegum ástæðum. Ekki hefur komið fram hvers vegna Mason Mount dró sig úr hópnum.

Aðeins einn leikmaður hefur verið kallaður inn í hópinn í stað þeirra fimm sem eru farnir. Það er miðjumaður Crystal Palace, Conor Gallagher, sem hefur verið frábær með sínu liði að undanförnu.

Enska liðinu nægir stig gegn San Marínó á morgun til að tryggja sér sigur  í I-riðli, og þar með farseðilinn á HM sem fram fer í Katar á næsta ári, en það verður að teljast ansi líklegt að liðinu takist að tryggja sér farseðilinn gegn stigalausu liði San Marínó. 

Raunar hefur San Marínó aldrei tekist að vinna leik í undankeppni fyrir stórmót frá því að liðið lék sinn fyrsta keppnisleik árið 1990.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×