Fleiri fréttir

Gummi Ben: Strákarnir sýndu karakter

,, Þessi úrslit verða að teljast frekar sanngjörn ef maður skoðar leikinn í heild sinni,“ sagði Guðmundur Benediktsson, þjálfari Selfyssinga, eftir að þeir höfðu gert,1-1, jafntefli gegn Grindvíkingum í 11.umferð Pepsi-deildar karla í kvöld.

Orri: Fengum helling af færum

,,Mér fannst þetta ekki sanngjörn úrslit,“ sagði Orri Freyr Hjaltalín ,fyrirliði Grindvíkinga, eftir að Grindvíkingar gerðu ,1-1, jafntefli gegn Selfyssingum í 11.umferð Pepsi-deildar karla í kvöld.

Almarr: Okkar slakasti leikur í sumar

„Þetta var okkar slakasti leikur í sumar. Við gátum mjög lítið,“ sagði Almarr Ormarsson, leikmaður Fram, eftir tapleikinn gegn FH í kvöld.

Arnar: Annað vítið sem að ég klúðra á ferlinum

„Þetta var svona heilsteyptasti leikurinn okkar í sumar. Við höfum átt fína kafla í mörgum leikjum en ekki verið nógu heilsteyptir í 90 mínútur og mér finnst fólk vera búið að tala óþarflega ílla um okkur þar sem við höfum verið að standa vel í öllum liðunum. En það er búið að vera góður stígandi í þessu," sagði Arnar Gunnlaugsson, markaskorari Hauka, eftir 2-2 jafntefli gegn Val á Vodafonevellinum í kvöld.

Fylkir úr leik

Fylkir hefur lokið þáttöku sinni í Evrópudeild UEFA í ár eftir tap á heimavelli, 1-3, fyrir Torpedo Zhodino frá Hvíta-Rússlandi.

KR komið áfram í Evrópudeildinni

KR komst í kvöld í aðra umferð Evrópudeildar UEFA er liðið gerði jafntefli, 2-2, við norður-írska liðið Glentoran ytra. KR vann fyrri leikinn 3-0 og því örugglega áfram, 5-2.

Byrjunarliðssætið kom Pedro á óvart

Spænski framherjinn Pedro viðurkennir að það hafi komið sér á óvart að hann var valinn í byrjunarliðið fyrir leikinn gegn Þýskalandi í undaúrslitum HM í Suður-Afríku.

KR-Glentoran í kvöld í beinni í KR-útvarpinu

KR leikur í kvöld síðari leik sinn gegn Glentoran í forkeppni Evrópudeildarinnar. Leikurinn fer fram í Belfast og verður KR-útvarpið með beina útvarpslýsingu frá leiknum.

Milan Stefán: Ætlum að byggja á góðum leik á móti KR

Milan Stefán Jankovic stýrir Grindvíkingum í kvöld, líkt og í undanförnum leikjum og þeim næstu, þar sem Ólafur Örn Bjarnason er enn í Noregi. Milan segir alla í Grindavík gera sér grein fyrir mikilvægi leiksins gegn Selfossi í kvöld.

Dramatískur sigur hjá ÍBV

ÍBV gefur ekkert eftir í toppbaráttunni en liðið skellti Keflavík, 2-1, í hádramatískum leik á Hásteinsvelli í kvöld.

Umfjöllun: Grindvíkingar klaufar

Grindvíkingar náðu ekki að komast upp fyrir Selfyssinga og úr fallsætinu eftir ,1-1, jafntefli í botnslagnum suður með sjó í kvöld. Grétar Ólafur Hjartarson skoraði mark Grindvíkinga en Auðun Helgason skoraði sjálfsmark og því var jafntefli niðurstaðan.

Umfjöllun: Alfreð sökkti Stjörnunni

Breiðablik vann sannfærandi sigur á Stjörnunni á Kópavogsvelli í gærkvöldi en leikurinn endaði 4-0 fyrir Breiðablik. Með þessu halda þeir sér í toppsætinu og juku á markamuninn gegn ÍBV sem náðu dramatískum sigri í kvöld í Eyjum.

Jovanovic samdi við Liverpool

Milan Jovanovic er nú formlega genginn í raðir Liverpool á Englandi en hann skrifaði undir þriggja ára samning við félagið.

Maðurinn sem hljóp inn á í gær var að styðja Cassano

Öryggisgæsla á HM er gagnrýnd í dag eftir að maður hljóp inn á völlinn í gær þegar Spánverjar og Þjóðverjar spiluðu í undanúrslitum HM. Maðurinn hélt á Vuvuzela hljóðfæri og var hent útaf á skammri stundu.

Antic í fjögurra leikja bann

Radomir Antic, þjálfari Serbíu, hefur fengið fjögurra leikja bann frá FIFA. Bannið fékk hann eftir æðiskastið sem hann tók eftir tap gegn Áströlum í riðlakeppni HM.

HM 2010 það þriðja fjölmennasta í sögunni

Þrátt fyrir að fjöldi leikja hafi ekki verið fyrir framan þéttar áhorfendastúkur er heildarfjöldi áhorfenda í Suður-Afríku kominn yfir þrjár milljónir. Þetta gleður FIFA mikið.

Nelson Mandela ekki á úrslitaleiknum?

Fjölskylda Nelson Mandela á enn eftir að ákveða hvort goðsögnin muni mæta á úrslitaleikinn á HM á sunnudaginn. Þessi fyrrum forseti Suður Afríku hefur átt erfitt uppdráttar undanfarið.

Þjóðverji myrti tvo Ítala vegna HM-rifrildis

Þýskur maður er sakaður um að myrða ítalskt par eftir að rifrildi vegna HM fór úr böndunum. Atvikið átti sér stað í Hannover í Þýskalandi en maðurinn náðist á spænsku eyjunni Mallorca.

Man. City býður aftur í James Milner

Manchester City ætlar að bjóða aftur í James Milner. Félagið bauð um 20 milljónir punda til Aston Villa en næsta boð mun hljóða upp á 24 milljónir.

Xavi: Ég vil að við njótum úrslitaleiksins

Nýr heimsmeistari verður krýndur á sunnudaginn þegar Spánverjar mæta Hollendingum. Miðjumaðurinn Xavi segist vonast til þess að Spánverjar geti umfram allt notið úrslitaleiksins.

Del Bosque: Við spiluðum stórkostlega

Það kom fáséð bros á andlit spænska landsliðsþjálfarans, Vicente Del Bosque, eftir að lið hans hafði tryggt sér sæti í úrslitaleik HM í kvöld.

Löw: Okkur skorti hugrekki

Þýski landsliðsþjálfarinn, Joachim Löw, var auðmjúkur eftir tap hans manna gegn Spánverjum í kvöld. Hann sagði Spánverja einfaldlega hafa verið betri.

Xabi: Einu skrefi frá bikarnum

Miðjumaðurinn spænski, Xabi Alonso, var að vonum himinlifandi eftir sigurinn á Þjóðverjum í kvöld enda Spánverjar komnir í úrslit á HM í fyrsta skipti.

Lahm: Gríðarleg vonbrigði

Philipp Lahm, fyrirliði Þjóðverja, var niðurbrotinn maður eftir tapið gegn Spánverjum í undanúrslitum HM í kvöld.

Man. Utd vill kaupa Sneijder frá Inter

Massimo Moratti, forseti Inter, hefur staðfest að Man. Utd sé á höttunum eftir Hollendingnum Wesley Sneijder sem fer þessa dagana á kostum með hollenska landsliðinu á HM.

Spánn leikur í fyrsta skipti til úrslita á HM

Varnarmaðurinn Carles Puyol skallaði Spánverja í úrslitaleikinn á HM í kvöld er Spánn lagði Þýskaland, 1-0. Mark Puyol var laglegur skalli á 73. mínútu. Þetta er í fyrsta skipti sem Spánn kemst í úrslit á HM en Spánverjar mæta Hollendingum í úrslitaleiknum.

Kuyt: Heimsbyggðin styður Holland

Hollendingurinn Dirk Kuyt er sannfærður um að hlutlausir knattspyrnuáhugamenn um allan heim muni styðja Holland í úrslitaleiknum á HM.

Rooney sleikir sárin á Barbados

Wayne Rooney er kominn í langþráð frí og ekki veitir honum af fríinu eftir vonbrigðin á HM þar sem hvorki hann né enska landsliðið komst í gang.

Sjá næstu 50 fréttir