Íslenski boltinn

Heimir: Mikilvægt fyrir toppbaráttuna

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Heimir Guðjónsson.
Heimir Guðjónsson.
Heimir Guðjónsson var afar ánægður með spilamennsku sinna manna í FH gegn Fram í kvöld.

FH vann leikinn, 4-1, og er því enn fimm stigum á eftir toppliðum Breiðabliks og ÍBV sem unnu sína leiki í kvöld.

„Við vissum það að við vorum fyrir leik fimm stigum á eftir toppliðunum og værum nú átta stigum á eftir þeim hefðum við tapað. Það var því afar gott að vinna þennan leik og koma okkur ofar í töflunni," sagði Heimir.

„Við spiluðum mjög vel í kvöld. Við höfum verið klaufar upp við mark andstæðinganna og ekki verið að klára okkar leiki nægilega vel en það gerðum við núna. Við fengum góð færi og unnum sanngjarnan sigur."

Næsti leikur FH er gegn BATE Borisov frá Hvíta-Rússlandi í forkeppni Meistaradeildarinnar.

„Við höfum verið að spila mikið af leikjum að undanförnu og það verður gott að fá eina viku núna til að undirbúa okkur fyrir ferðalagið til Hvíta-Rússlands."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×