Íslenski boltinn

Orri: Fengum helling af færum

Stefán Árni Pálsson skrifar

,,Mér fannst þetta ekki sanngjörn úrslit,“  sagði Orri Freyr Hjaltalín ,fyrirliði Grindvíkinga, eftir að  Grindvíkingar gerðu ,1-1, jafntefli gegn Selfyssingum  í 11.umferð Pepsi-deildar karla í kvöld.

,,Við fengum heilann helling af færum í fyrri hálfleiknum og vorum bara klaufar að ná ekki að skora fleiri mörk. Ég tel líka að við hefðum átt að fá víti en dómarinn  [Erlendur Eiríksson] dæmdi óbeina aukaspyrnu ,  sem er mér alveg óskiljanlegt,“ sagði Orri.

,,Við áttum að vera búnir að klára leikinn í hálfleik og hefðum getað skorað ein fjögur mörk í hálfleiknum,“ sagði Orri.

,,Þeir voru samt grimmari í lok leiksins og sóttu mun meira en við. Mér fannst vilja í menn í restina til þess að klára leikinn,“ sagði Orri Freyr að lokum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×