Fótbolti

Xavi reynir að blása í Vuvuzela-lúður - myndband

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Xavi gæti sjálfsagt eitthvað lært af þessum stuðningsmanni þýska landsliðsins.
Xavi gæti sjálfsagt eitthvað lært af þessum stuðningsmanni þýska landsliðsins. Nordic Photos / AFP

Xavi hefur enn og aftur ítrekað á HM í Suður-Afríku að hann er einn allra besti knattspyrnumaður heims. Hann er hins vegar ekkert sérstakur að blása í Vuvuzela-lúður.

Hann var í viðtali hjá spænskum sjónvarpsmönnum í Suður-Afríku sem fengu hann til að blása í lúðurinn sem hefur verið að æra sjónvarpsáhorfendur um allan heim.

Það væri því óskandi ef allir væru jafn slakir á lúðrinum og Xavi, eins og sjá má hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×