Umfjöllun: Yfirburðir Íslandsmeistaranna gegn Fram Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 8. júlí 2010 15:41 Mynd/Stefán FH-ingar sýndu og sönnuðu í kvöld að það má aldrei afskrifa þá í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn en þeir unnu afar sannfærandi 4-1 sigur á Fram á heimavelli. Þeir Atli Guðnason, Pétur Viðarsson, Björn Daníel Sverrisson og Atli Viðar Björnsson skoruðu mörk FH í kvöld en í stöðunni 2-0 náði Almarr Ormarsson að minnka muninn fyrir þá bláklæddu. Mörk Hafnfirðinga voru öll mjög lagleg og þeir sköpuðu sér þar að auki fjöldamörg færi til að bæta við mörkum. Þeir voru mun líklegri en Framarar til að bæta við fleiri mörkum í kvöld. FH-ingar yfirspiluðu gestina úr Safamýrinni lengst af í leiknum. Það var helst að í lok fyrri hálfleiks og upphafi þess síðari að Framarar náðu að setja einhverja pressu á heimamenn. Það skilaði einu marki en var að vísu afar umdeilt þar sem FH-ingar vildu meina að það hafi verið brotið á varnarmanni liðsins skömmu áður en markið kom. Framarar hafa áður verið 2-0 undir eftir fyrri hálfleik og náð að svara fyrir sig í þeim síðari og leit vissulega út fyrir að það gæti endurtekið sig í kvöld. En FH-ingar sáu mjög fljótt og vel til þess að svo yrði ekki. Þeir skoruðu þriðja markið fljótlega eftir að Fram minnkaði muninn og reyndist það rothöggið í leiknum. Annan leikinn í röð misstu Framarar mann af velli með beint rautt spjald. Í þetta sinn var það fyrirliðinn Kristján Hauksson, sem er reyndar nýbúinn að taka út leikbann vegna fjögurra gulra spjalda, sem fauk af velli vegna pirringsbrots undir blálok leiksins. Alger óþarfi og gæti reynst Frömurum dýrkeypt. FH-ingar spiluðu eins og sannir meistarar í dag og erfitt að taka út einstaka leikmenn. Leikmenn spiluðu einstaklega vel sín á milli og vörnin hélt lengst af mjög vel. Það eru sjálfsagt fá lið sem geta staðist FH-ingum snúning þegar þeir eru í þessum ham.FH - Fram 4-1 1-0 Atli Guðnason (8.) 2-0 Pétur Viðarsson (30.) 2-1 Almarr Ormarsson (47.) 3-1 Björn Daníel Sverrisson (52.) 4-1 Atli Viðar Björnsson (64.) Kaplakrikavöllur. Áhorfendur: 1.587Dómari: Valgeir Valgeirsson (4)Skot (á mark): 17-11 (7-6)Varin skot: Gunnleifur 5 - Hannes 3Hornspyrnur: 9-9Aukaspyrnur fengnar: 13-16Rangstöður: 1-3FH (4-3-3): Gunnleifur Gunnleifsson 6 Guðmundur Sævarsson 7 Pétur Viðarsson 7 Tommy Nielsen 6 (75. Freyr Bjarnason -) Hjörtur Logi Valgarðsson 7 Björn Daníel Sverrisson 7 Bjarki Gunnlaugsson 7 (80. Hafþór Þrastarson -) Matthías Vilhjálmsson 8 - maður leiksins Ólafur Páll Snorrason 7 Atli Guðnason 8 (84. Einar Karl Ingvarsson -) Atli Viðar Björnsson 7Fram (4-5-1): Hannes Þór Halldórsson 6 Jón Orri Ólafsson 5 Kristján Hauksson 5 Hlynur Atli Magnússon 4 (46. Daði Guðmundsson 5) Sam Tillen 4 Halldór Hermann Jónsson 5 Jón Gunnar Eysteinsson 3 Kristinn Ingi Halldórsson 4 Ívar Björnsson 3 (46. Almarr Ormarsson 6) Joe Tillen 4 Hjálmar Þórarinsson 3 Smelltu hér til að opna Boltavaktina og lesa lýsingu leiksins: FH - Fram. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Ólafur Páll: Spiluðum frábærlega Ólafur Páll Snorrason segir að FH hafi spilað mjög vel í 4-1 sigri liðsins á Fram í Pepsi-deild karla í kvöld. 8. júlí 2010 22:38 Heimir: Mikilvægt fyrir toppbaráttuna Heimir Guðjónsson var afar ánægður með spilamennsku sinna manna í FH gegn Fram í kvöld. 8. júlí 2010 22:25 Almarr: Okkar slakasti leikur í sumar „Þetta var okkar slakasti leikur í sumar. Við gátum mjög lítið,“ sagði Almarr Ormarsson, leikmaður Fram, eftir tapleikinn gegn FH í kvöld. 8. júlí 2010 22:34 Mest lesið Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Handbolti „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Sport Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Handbolti „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Fótbolti Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Handbolti Scheffler tók forystuna fyrir lokadaginn Golf Fyrsti Ítalinn í fjörutíu ár til að vinna opna ítalska Sport Fleiri fréttir Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina „Elska að horfa á FH“ Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Sjá meira
FH-ingar sýndu og sönnuðu í kvöld að það má aldrei afskrifa þá í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn en þeir unnu afar sannfærandi 4-1 sigur á Fram á heimavelli. Þeir Atli Guðnason, Pétur Viðarsson, Björn Daníel Sverrisson og Atli Viðar Björnsson skoruðu mörk FH í kvöld en í stöðunni 2-0 náði Almarr Ormarsson að minnka muninn fyrir þá bláklæddu. Mörk Hafnfirðinga voru öll mjög lagleg og þeir sköpuðu sér þar að auki fjöldamörg færi til að bæta við mörkum. Þeir voru mun líklegri en Framarar til að bæta við fleiri mörkum í kvöld. FH-ingar yfirspiluðu gestina úr Safamýrinni lengst af í leiknum. Það var helst að í lok fyrri hálfleiks og upphafi þess síðari að Framarar náðu að setja einhverja pressu á heimamenn. Það skilaði einu marki en var að vísu afar umdeilt þar sem FH-ingar vildu meina að það hafi verið brotið á varnarmanni liðsins skömmu áður en markið kom. Framarar hafa áður verið 2-0 undir eftir fyrri hálfleik og náð að svara fyrir sig í þeim síðari og leit vissulega út fyrir að það gæti endurtekið sig í kvöld. En FH-ingar sáu mjög fljótt og vel til þess að svo yrði ekki. Þeir skoruðu þriðja markið fljótlega eftir að Fram minnkaði muninn og reyndist það rothöggið í leiknum. Annan leikinn í röð misstu Framarar mann af velli með beint rautt spjald. Í þetta sinn var það fyrirliðinn Kristján Hauksson, sem er reyndar nýbúinn að taka út leikbann vegna fjögurra gulra spjalda, sem fauk af velli vegna pirringsbrots undir blálok leiksins. Alger óþarfi og gæti reynst Frömurum dýrkeypt. FH-ingar spiluðu eins og sannir meistarar í dag og erfitt að taka út einstaka leikmenn. Leikmenn spiluðu einstaklega vel sín á milli og vörnin hélt lengst af mjög vel. Það eru sjálfsagt fá lið sem geta staðist FH-ingum snúning þegar þeir eru í þessum ham.FH - Fram 4-1 1-0 Atli Guðnason (8.) 2-0 Pétur Viðarsson (30.) 2-1 Almarr Ormarsson (47.) 3-1 Björn Daníel Sverrisson (52.) 4-1 Atli Viðar Björnsson (64.) Kaplakrikavöllur. Áhorfendur: 1.587Dómari: Valgeir Valgeirsson (4)Skot (á mark): 17-11 (7-6)Varin skot: Gunnleifur 5 - Hannes 3Hornspyrnur: 9-9Aukaspyrnur fengnar: 13-16Rangstöður: 1-3FH (4-3-3): Gunnleifur Gunnleifsson 6 Guðmundur Sævarsson 7 Pétur Viðarsson 7 Tommy Nielsen 6 (75. Freyr Bjarnason -) Hjörtur Logi Valgarðsson 7 Björn Daníel Sverrisson 7 Bjarki Gunnlaugsson 7 (80. Hafþór Þrastarson -) Matthías Vilhjálmsson 8 - maður leiksins Ólafur Páll Snorrason 7 Atli Guðnason 8 (84. Einar Karl Ingvarsson -) Atli Viðar Björnsson 7Fram (4-5-1): Hannes Þór Halldórsson 6 Jón Orri Ólafsson 5 Kristján Hauksson 5 Hlynur Atli Magnússon 4 (46. Daði Guðmundsson 5) Sam Tillen 4 Halldór Hermann Jónsson 5 Jón Gunnar Eysteinsson 3 Kristinn Ingi Halldórsson 4 Ívar Björnsson 3 (46. Almarr Ormarsson 6) Joe Tillen 4 Hjálmar Þórarinsson 3 Smelltu hér til að opna Boltavaktina og lesa lýsingu leiksins: FH - Fram.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Ólafur Páll: Spiluðum frábærlega Ólafur Páll Snorrason segir að FH hafi spilað mjög vel í 4-1 sigri liðsins á Fram í Pepsi-deild karla í kvöld. 8. júlí 2010 22:38 Heimir: Mikilvægt fyrir toppbaráttuna Heimir Guðjónsson var afar ánægður með spilamennsku sinna manna í FH gegn Fram í kvöld. 8. júlí 2010 22:25 Almarr: Okkar slakasti leikur í sumar „Þetta var okkar slakasti leikur í sumar. Við gátum mjög lítið,“ sagði Almarr Ormarsson, leikmaður Fram, eftir tapleikinn gegn FH í kvöld. 8. júlí 2010 22:34 Mest lesið Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Handbolti „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Sport Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Handbolti „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Fótbolti Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Handbolti Scheffler tók forystuna fyrir lokadaginn Golf Fyrsti Ítalinn í fjörutíu ár til að vinna opna ítalska Sport Fleiri fréttir Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina „Elska að horfa á FH“ Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Sjá meira
Ólafur Páll: Spiluðum frábærlega Ólafur Páll Snorrason segir að FH hafi spilað mjög vel í 4-1 sigri liðsins á Fram í Pepsi-deild karla í kvöld. 8. júlí 2010 22:38
Heimir: Mikilvægt fyrir toppbaráttuna Heimir Guðjónsson var afar ánægður með spilamennsku sinna manna í FH gegn Fram í kvöld. 8. júlí 2010 22:25
Almarr: Okkar slakasti leikur í sumar „Þetta var okkar slakasti leikur í sumar. Við gátum mjög lítið,“ sagði Almarr Ormarsson, leikmaður Fram, eftir tapleikinn gegn FH í kvöld. 8. júlí 2010 22:34
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast