Umfjöllun: Yfirburðir Íslandsmeistaranna gegn Fram Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 8. júlí 2010 15:41 Mynd/Stefán FH-ingar sýndu og sönnuðu í kvöld að það má aldrei afskrifa þá í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn en þeir unnu afar sannfærandi 4-1 sigur á Fram á heimavelli. Þeir Atli Guðnason, Pétur Viðarsson, Björn Daníel Sverrisson og Atli Viðar Björnsson skoruðu mörk FH í kvöld en í stöðunni 2-0 náði Almarr Ormarsson að minnka muninn fyrir þá bláklæddu. Mörk Hafnfirðinga voru öll mjög lagleg og þeir sköpuðu sér þar að auki fjöldamörg færi til að bæta við mörkum. Þeir voru mun líklegri en Framarar til að bæta við fleiri mörkum í kvöld. FH-ingar yfirspiluðu gestina úr Safamýrinni lengst af í leiknum. Það var helst að í lok fyrri hálfleiks og upphafi þess síðari að Framarar náðu að setja einhverja pressu á heimamenn. Það skilaði einu marki en var að vísu afar umdeilt þar sem FH-ingar vildu meina að það hafi verið brotið á varnarmanni liðsins skömmu áður en markið kom. Framarar hafa áður verið 2-0 undir eftir fyrri hálfleik og náð að svara fyrir sig í þeim síðari og leit vissulega út fyrir að það gæti endurtekið sig í kvöld. En FH-ingar sáu mjög fljótt og vel til þess að svo yrði ekki. Þeir skoruðu þriðja markið fljótlega eftir að Fram minnkaði muninn og reyndist það rothöggið í leiknum. Annan leikinn í röð misstu Framarar mann af velli með beint rautt spjald. Í þetta sinn var það fyrirliðinn Kristján Hauksson, sem er reyndar nýbúinn að taka út leikbann vegna fjögurra gulra spjalda, sem fauk af velli vegna pirringsbrots undir blálok leiksins. Alger óþarfi og gæti reynst Frömurum dýrkeypt. FH-ingar spiluðu eins og sannir meistarar í dag og erfitt að taka út einstaka leikmenn. Leikmenn spiluðu einstaklega vel sín á milli og vörnin hélt lengst af mjög vel. Það eru sjálfsagt fá lið sem geta staðist FH-ingum snúning þegar þeir eru í þessum ham.FH - Fram 4-1 1-0 Atli Guðnason (8.) 2-0 Pétur Viðarsson (30.) 2-1 Almarr Ormarsson (47.) 3-1 Björn Daníel Sverrisson (52.) 4-1 Atli Viðar Björnsson (64.) Kaplakrikavöllur. Áhorfendur: 1.587Dómari: Valgeir Valgeirsson (4)Skot (á mark): 17-11 (7-6)Varin skot: Gunnleifur 5 - Hannes 3Hornspyrnur: 9-9Aukaspyrnur fengnar: 13-16Rangstöður: 1-3FH (4-3-3): Gunnleifur Gunnleifsson 6 Guðmundur Sævarsson 7 Pétur Viðarsson 7 Tommy Nielsen 6 (75. Freyr Bjarnason -) Hjörtur Logi Valgarðsson 7 Björn Daníel Sverrisson 7 Bjarki Gunnlaugsson 7 (80. Hafþór Þrastarson -) Matthías Vilhjálmsson 8 - maður leiksins Ólafur Páll Snorrason 7 Atli Guðnason 8 (84. Einar Karl Ingvarsson -) Atli Viðar Björnsson 7Fram (4-5-1): Hannes Þór Halldórsson 6 Jón Orri Ólafsson 5 Kristján Hauksson 5 Hlynur Atli Magnússon 4 (46. Daði Guðmundsson 5) Sam Tillen 4 Halldór Hermann Jónsson 5 Jón Gunnar Eysteinsson 3 Kristinn Ingi Halldórsson 4 Ívar Björnsson 3 (46. Almarr Ormarsson 6) Joe Tillen 4 Hjálmar Þórarinsson 3 Smelltu hér til að opna Boltavaktina og lesa lýsingu leiksins: FH - Fram. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Ólafur Páll: Spiluðum frábærlega Ólafur Páll Snorrason segir að FH hafi spilað mjög vel í 4-1 sigri liðsins á Fram í Pepsi-deild karla í kvöld. 8. júlí 2010 22:38 Heimir: Mikilvægt fyrir toppbaráttuna Heimir Guðjónsson var afar ánægður með spilamennsku sinna manna í FH gegn Fram í kvöld. 8. júlí 2010 22:25 Almarr: Okkar slakasti leikur í sumar „Þetta var okkar slakasti leikur í sumar. Við gátum mjög lítið,“ sagði Almarr Ormarsson, leikmaður Fram, eftir tapleikinn gegn FH í kvöld. 8. júlí 2010 22:34 Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Handbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn og stjörnurnar í pílukasti Sport Fleiri fréttir Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Sjá meira
FH-ingar sýndu og sönnuðu í kvöld að það má aldrei afskrifa þá í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn en þeir unnu afar sannfærandi 4-1 sigur á Fram á heimavelli. Þeir Atli Guðnason, Pétur Viðarsson, Björn Daníel Sverrisson og Atli Viðar Björnsson skoruðu mörk FH í kvöld en í stöðunni 2-0 náði Almarr Ormarsson að minnka muninn fyrir þá bláklæddu. Mörk Hafnfirðinga voru öll mjög lagleg og þeir sköpuðu sér þar að auki fjöldamörg færi til að bæta við mörkum. Þeir voru mun líklegri en Framarar til að bæta við fleiri mörkum í kvöld. FH-ingar yfirspiluðu gestina úr Safamýrinni lengst af í leiknum. Það var helst að í lok fyrri hálfleiks og upphafi þess síðari að Framarar náðu að setja einhverja pressu á heimamenn. Það skilaði einu marki en var að vísu afar umdeilt þar sem FH-ingar vildu meina að það hafi verið brotið á varnarmanni liðsins skömmu áður en markið kom. Framarar hafa áður verið 2-0 undir eftir fyrri hálfleik og náð að svara fyrir sig í þeim síðari og leit vissulega út fyrir að það gæti endurtekið sig í kvöld. En FH-ingar sáu mjög fljótt og vel til þess að svo yrði ekki. Þeir skoruðu þriðja markið fljótlega eftir að Fram minnkaði muninn og reyndist það rothöggið í leiknum. Annan leikinn í röð misstu Framarar mann af velli með beint rautt spjald. Í þetta sinn var það fyrirliðinn Kristján Hauksson, sem er reyndar nýbúinn að taka út leikbann vegna fjögurra gulra spjalda, sem fauk af velli vegna pirringsbrots undir blálok leiksins. Alger óþarfi og gæti reynst Frömurum dýrkeypt. FH-ingar spiluðu eins og sannir meistarar í dag og erfitt að taka út einstaka leikmenn. Leikmenn spiluðu einstaklega vel sín á milli og vörnin hélt lengst af mjög vel. Það eru sjálfsagt fá lið sem geta staðist FH-ingum snúning þegar þeir eru í þessum ham.FH - Fram 4-1 1-0 Atli Guðnason (8.) 2-0 Pétur Viðarsson (30.) 2-1 Almarr Ormarsson (47.) 3-1 Björn Daníel Sverrisson (52.) 4-1 Atli Viðar Björnsson (64.) Kaplakrikavöllur. Áhorfendur: 1.587Dómari: Valgeir Valgeirsson (4)Skot (á mark): 17-11 (7-6)Varin skot: Gunnleifur 5 - Hannes 3Hornspyrnur: 9-9Aukaspyrnur fengnar: 13-16Rangstöður: 1-3FH (4-3-3): Gunnleifur Gunnleifsson 6 Guðmundur Sævarsson 7 Pétur Viðarsson 7 Tommy Nielsen 6 (75. Freyr Bjarnason -) Hjörtur Logi Valgarðsson 7 Björn Daníel Sverrisson 7 Bjarki Gunnlaugsson 7 (80. Hafþór Þrastarson -) Matthías Vilhjálmsson 8 - maður leiksins Ólafur Páll Snorrason 7 Atli Guðnason 8 (84. Einar Karl Ingvarsson -) Atli Viðar Björnsson 7Fram (4-5-1): Hannes Þór Halldórsson 6 Jón Orri Ólafsson 5 Kristján Hauksson 5 Hlynur Atli Magnússon 4 (46. Daði Guðmundsson 5) Sam Tillen 4 Halldór Hermann Jónsson 5 Jón Gunnar Eysteinsson 3 Kristinn Ingi Halldórsson 4 Ívar Björnsson 3 (46. Almarr Ormarsson 6) Joe Tillen 4 Hjálmar Þórarinsson 3 Smelltu hér til að opna Boltavaktina og lesa lýsingu leiksins: FH - Fram.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Ólafur Páll: Spiluðum frábærlega Ólafur Páll Snorrason segir að FH hafi spilað mjög vel í 4-1 sigri liðsins á Fram í Pepsi-deild karla í kvöld. 8. júlí 2010 22:38 Heimir: Mikilvægt fyrir toppbaráttuna Heimir Guðjónsson var afar ánægður með spilamennsku sinna manna í FH gegn Fram í kvöld. 8. júlí 2010 22:25 Almarr: Okkar slakasti leikur í sumar „Þetta var okkar slakasti leikur í sumar. Við gátum mjög lítið,“ sagði Almarr Ormarsson, leikmaður Fram, eftir tapleikinn gegn FH í kvöld. 8. júlí 2010 22:34 Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Handbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn og stjörnurnar í pílukasti Sport Fleiri fréttir Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Sjá meira
Ólafur Páll: Spiluðum frábærlega Ólafur Páll Snorrason segir að FH hafi spilað mjög vel í 4-1 sigri liðsins á Fram í Pepsi-deild karla í kvöld. 8. júlí 2010 22:38
Heimir: Mikilvægt fyrir toppbaráttuna Heimir Guðjónsson var afar ánægður með spilamennsku sinna manna í FH gegn Fram í kvöld. 8. júlí 2010 22:25
Almarr: Okkar slakasti leikur í sumar „Þetta var okkar slakasti leikur í sumar. Við gátum mjög lítið,“ sagði Almarr Ormarsson, leikmaður Fram, eftir tapleikinn gegn FH í kvöld. 8. júlí 2010 22:34